Lokaði mig inni í herbergi í tvær vikur

Dagmál | 16. nóvember 2022

Lokaði mig inni í herbergi í tvær vikur

„Sú sem átti að refsa var sett í Russell-galla og þá mátti enginn tala við hana, yrða á hana, hún var algjörlega einangruð,“ segir Brynja Skúladóttir þegar hún lýsir refsingu sem forstöðumaður vistheimilisins að Varpholti og Laugalandi beitti þau vistbörn sem höguðu sér í óþökk hans.

Lokaði mig inni í herbergi í tvær vikur

Dagmál | 16. nóvember 2022

„Sú sem átti að refsa var sett í Russell-galla og þá mátti enginn tala við hana, yrða á hana, hún var algjörlega einangruð,“ segir Brynja Skúladóttir þegar hún lýsir refsingu sem forstöðumaður vistheimilisins að Varpholti og Laugalandi beitti þau vistbörn sem höguðu sér í óþökk hans.

„Sú sem átti að refsa var sett í Russell-galla og þá mátti enginn tala við hana, yrða á hana, hún var algjörlega einangruð,“ segir Brynja Skúladóttir þegar hún lýsir refsingu sem forstöðumaður vistheimilisins að Varpholti og Laugalandi beitti þau vistbörn sem höguðu sér í óþökk hans.

Barnið sem átti að taka fyrir og refsa sætti félagslegri einangrun og mátti enginn eiga í samskiptum við það eða sýna því samúð, annars gæti sá hinn sami átt í hættu að mæta sömu örlögum.

„Eitt skipti þá lokaði hann mig algjörlega inni í tvær vikur í herberginu og ég fékk ekki að borða með hinum stelpunum – og hann kom reglulega niður til að öskra á mig og einhvern veginn þá gat enginn gert neitt,“ segir Brynja en hún og Gígja Skúladóttir systir hennar voru vistaðar á heimilið á unglingsárunum. Þær ræddu upplifun sína af dvölinni í Dagmálum.

„Það var ein stelpa sem sagði „Hey þú talar ekki við þær svona.“ Hún var nýkomin og þetta var held ég annar dagurinn hennar – og þá bara skellti [forstöðumaðurinn] henni niður og hrinti niður stiga. Það stór sást á henni. Og hún fór í Russell-gallann,“ segir Brynja.

„[Forstöðumaðurinn] notaði þetta til að hafa stjórn algjörlega á hópnum.“ 

„Og ekki bara það, þegar að þú ert í svona Russell-galla þá upplifir þú þig náttúrulega bara rosalega öðruvísi og það er verið að útskúfa þig. Svona náttúrulega þær sem sjá hinar í Russell-gallanum þær hugsa „Okey, ég ætla ekki í þennan Russell-galla.“ Þannig þetta virkar líka sem viðvörun: Ef þú hagar þér ekki þá ferð þú í þennan galla,“ segir Gígja.

mbl.is