McConnell leiðtogi repúblikana í öldungadeild

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 16. nóvember 2022

McConnell leiðtogi repúblikana í öldungadeild

Mitch McConnell var í dag endurkjörinn sem leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings. McConnell bar þar sigur úr býtum gegn þingmanninum Rick Scott sem veitti McConnell samkeppni um stöðuna.

McConnell leiðtogi repúblikana í öldungadeild

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 16. nóvember 2022

Mitch McConnell var að vonum sáttur með að vera endurkjörinn …
Mitch McConnell var að vonum sáttur með að vera endurkjörinn leiðtogi repúblikana í öldungadeild. AFP

Mitch McConnell var í dag endurkjörinn sem leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings. McConnell bar þar sigur úr býtum gegn þingmanninum Rick Scott sem veitti McConnell samkeppni um stöðuna.

Mitch McConnell var í dag endurkjörinn sem leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings. McConnell bar þar sigur úr býtum gegn þingmanninum Rick Scott sem veitti McConnell samkeppni um stöðuna.

Dagblaðið Washington Post greinir frá þessu.

Þetta kemur í kjölfar þess að repúblikönum mistókst að öðlast meirihluta í öldungadeildinni í þingkosningunum en Demókrataflokkurinn hefur þegar tryggt sér 50 öldungadeildarþingmenn þar sem atkvæði Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, gerir gæfumuninn fyrir demókrata.

Enn á eftir að kjósa um 100. sætið í deildinni, en kjósa þarf aftur í Georgíu til að skera úr um úrslitin þar.

Reyndu að fresta valinu

Sumir þingmenn flokksins reyndu að fresta kosningunni um leiðtoga til að geta betur lagt mat á útkomu þingkosninganna. Sextán þeirra kusu þannig að fresta kosningunni á fundi flokksins fyrir luktum dyrum. Það bar þó ekki árangur og var kosið í dag. 

Á meðal þeirra sem vildu fresta kosningunni var Rick Scott sem hefur verið ósammála McConnell í mjög mörgum málefnum á þessu kjörtímabili. Það bar þó ekki árangur og var kosið í dag. McConnell sigraði með 37 atkvæðum gegn tíu atkvæðum Scott samkvæmt heimildum fréttastofu CNN

Scott er fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að veita McConnell samkeppni um leiðtogahlutverkið síðan McConnell var fyrst valinn í stöðuna árið 2007.

mbl.is