Nýtur sín best á tónleikaferðalögum

Á ferðalagi | 16. nóvember 2022

Nýtur sín best á tónleikaferðalögum

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Pétursson hefur ferðast og sótt innblástur víða um heim á farsælum tónlistarferli sínum. Á dögunum gaf hann út sitt nýjasta lag, One Day, en það voru þó ekki ferðalög sem veittu honum innblástur að laginu heldur var það í raun andstæða þess að ferðast - að vera fastur inni á sóttvarnarhótelinu á Rauðarárstíg yfir jólin 2021. 

Nýtur sín best á tónleikaferðalögum

Á ferðalagi | 16. nóvember 2022

Tónlistarparið Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson eru dugleg að ferðast …
Tónlistarparið Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson eru dugleg að ferðast og búa til fallega tónlist.

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Pétursson hefur ferðast og sótt innblástur víða um heim á farsælum tónlistarferli sínum. Á dögunum gaf hann út sitt nýjasta lag, One Day, en það voru þó ekki ferðalög sem veittu honum innblástur að laginu heldur var það í raun andstæða þess að ferðast - að vera fastur inni á sóttvarnarhótelinu á Rauðarárstíg yfir jólin 2021. 

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Pétursson hefur ferðast og sótt innblástur víða um heim á farsælum tónlistarferli sínum. Á dögunum gaf hann út sitt nýjasta lag, One Day, en það voru þó ekki ferðalög sem veittu honum innblástur að laginu heldur var það í raun andstæða þess að ferðast - að vera fastur inni á sóttvarnarhótelinu á Rauðarárstíg yfir jólin 2021. 

Guðmundur leyfði okkur að skyggnast á bak við tjöldin og sagði okkur frá ferðalögum sínum, innblæstrinum og tónlistinni. 

„One Day var samið í einangrun á sóttvarnarhótelinu á Rauðarárstíg þar sem ég dvaldi frá Þorláksmessu yfir á Jóladag síðustu jól. Það var ansi furðuleg lífsreynsla, en þegar manni eru settar svona stífar skorður gerist oft eitthvað nýtt og spennandi í listsköpun,“ segir Guðmundur.

„Á sama tíma var ég að lesa um Dostojevskí, en kveikjan að laginu er sagan af því þegar hann upplifir í nokkrar mínútur að hann yrði tekinn af lífi en svo er aftakan blásin af. Lagið sjálft fjallar svo um allt annað og hefur almenna skírskotun til hvaða endaloka eða upphafs sem sál okkar upplifir,“ útskýrir Guðmundur. 

Það er alltaf nóg um að vera hjá Guðmundi, en hann hefur ferðast heilmikið í kringum tónlistina. Aðspurður segist hann vera hrifnastur af tónleikaferðalögum, enda líði honum best í þeim. 

Tónleikaferðalög eru í uppáhaldi hjá Guðmundi.
Tónleikaferðalög eru í uppáhaldi hjá Guðmundi.

Hver er uppáhaldsborgin þín í Evrópu?

„Berlín í Þýskalandi.“

En utan Evrópu?

„Seoul í Suður-Kóreu.“

Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið þitt?

„Fyrsta ferðin mín til Lundúna í Bretlandi.“

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi?

„Breiðmerkursandur milli Suðursveitar og Öræfa.“

Besti maturinn sem þú hefur fengið á ferðalagi?

„Sushi á einhverju götuhorni í Tókýó, Japan.“

Hefur þú lent í einhverju hættulegu á ferðalagi?

„Ég hef lent í flugtaki á Heathrow-flugvellinuum í Bretlandi þar sem vélin þurfti skyndilega að hætta við til að afstýra árekstri.“

Nýlega spilaði Guðmundur á tónleikum í Póllandi sem vöktu mikla lukku. „Í síðustu ferð minni lék ég á nokkrum stöðum í Póllandi. Þar hélt ég meðal annars einleikstónleika með minni eigin tónlist, en einnig blústónleika með pólskum tónlistarmönnum sem ég hef verið í samstarfi við,“ útskýrir hann. 

Guðmundur og Ragnheiður skiluðu einnig nýverið af sér verki fyrir tónlistarhóp í Tékklandi. „Tónlistarhópurinn í Tékklandi er sönghópur kvenna ásamt hljóðfæraleikurum, en verkið er fyrst og fremst eftir forsniði Ragnheiðar í samstarfi við mig. Við byggjum verkið upp á hutgmyndum sem við vinnum upp úr sameiginlegum spuna,“ segir Guðmundur. 

Ragnheiður og Guðmundur spila ljúfa tóna.
Ragnheiður og Guðmundur spila ljúfa tóna.

Eru einhver ferðalög á dagskrá hjá ykkur?

„Ég fer að spila í Bratislava og nærliggjandi stöðum í Slóvakíu í febrúar, en Ragnheiður fer til Jórdaníu í janúar að syngja.“

Hvað er framundan?

„Við Ragnheiður höldum alltaf ótrauð áfram í að gera tónlist, flytja hana, gefa út og ferðast. Nú styttist hins vegar óðum í jólatónleika í Norðurljósum.“

mbl.is