Óttar tvisvar upplifað sjávarháska

Dagmál | 16. nóvember 2022

Óttar tvisvar upplifað sjávarháska

Óttar Sveinsson, höfundur Útkallsbókanna, var fragtmaður í fimm ár og var þá í millilandasiglingum. Þetta var áður en hann hóf störf sem blaðamaður og síðar rithöfundur. Hann upplifði sinn skerf af hættum hafsins.

Óttar tvisvar upplifað sjávarháska

Dagmál | 16. nóvember 2022

Óttar Sveinsson, höfundur Útkallsbókanna, var fragtmaður í fimm ár og var þá í millilandasiglingum. Þetta var áður en hann hóf störf sem blaðamaður og síðar rithöfundur. Hann upplifði sinn skerf af hættum hafsins.

Óttar Sveinsson, höfundur Útkallsbókanna, var fragtmaður í fimm ár og var þá í millilandasiglingum. Þetta var áður en hann hóf störf sem blaðamaður og síðar rithöfundur. Hann upplifði sinn skerf af hættum hafsins.

Árið 1985 var Óttar einn af áhöfn Urriðafoss sem strandaði í Hvalfirði í miklu ofsaveðri. Þá var hann hætt kominn einhverju sinni á miðju Atlantshafi þegar mikil fylla reið skyndilega yfir skipið sem hann var bátsmaður á. 

„Mín hefði ekki verið saknað fyrr en eftir rúma klukkustund og ég hefði aldrei fundist,“ upplýsir Óttar. 

Hann segist sannfærður um að góðar vættir hafi alla tíð fylgt sér og passað upp á hann. Hann gerir ekki mikið úr þessum atburðum enda hefur hann fjallað um margvíslega hildarleiki annars fólks. Það breytir því ekki að í bæði þessi skipti var eins gott að ekki fór verr.

mbl.is