Notkun Rússa á jarðsprengjum veldur ugg

Úkraína | 17. nóvember 2022

Notkun Rússa á jarðsprengjum veldur ugg

Notkun Rússa á jarðsprengjum í Úkraínu, þar á meðal nýlega framleiddum tegundum, er á skjön við þær framfarir sem hafa orðið hvað þær varðar undanfarin 25 ár, að sögn alþjóðlegrar eftirlitsstofnunar með jarðsprengjum.

Notkun Rússa á jarðsprengjum veldur ugg

Úkraína | 17. nóvember 2022

Frá borginni Izyum í austurhluta Úkraínu í september. Á skiltinu …
Frá borginni Izyum í austurhluta Úkraínu í september. Á skiltinu er varað við jarðsprengjum. AFP/Juan Barreto

Notkun Rússa á jarðsprengjum í Úkraínu, þar á meðal nýlega framleiddum tegundum, er á skjön við þær framfarir sem hafa orðið hvað þær varðar undanfarin 25 ár, að sögn alþjóðlegrar eftirlitsstofnunar með jarðsprengjum.

Notkun Rússa á jarðsprengjum í Úkraínu, þar á meðal nýlega framleiddum tegundum, er á skjön við þær framfarir sem hafa orðið hvað þær varðar undanfarin 25 ár, að sögn alþjóðlegrar eftirlitsstofnunar með jarðsprengjum.

Rússnesk stjórnvöld hafa þróað nýja tegund jarðsprengja gegn fólki og hafa þau meðal annars notað slíka í Úkraínu sem var búin til á síðasta ári, segir Landmine Monitor.

Stofnunin segir að notkun jarðsprengja í Úkraínu og í Mjanmar skyggi á 25 ára afmæli sáttmála gegn jarðsprengjum sem var samþykktur í Ottawa, höfuðborg Kanada, árið 1997.

167 þjóðir skrifuðu undir sáttmálann. Úkraínumenn voru þar á meðal en ekki Rússar.

277 fórnarlömb í Úkraínu 

Í árlegri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að 277 manns létust eða særðust af völdum jarðsprengja og sprengiefnis eða vopna sem hafa verið skilin eftir í Úkraínu á fyrstu níu mánuðum þessa árs, sem er næstum því fimmföld aukning frá þeim 58 sem létust eða særðust þar í landi í fyrra af sömu völdum.

Úkraínskir hermenn.
Úkraínskir hermenn. AFP

„Að minnsta kosti sjö tegundir jarðsprengja gegn fólki hafa verið notaðar af rússneskum hersveitum í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið 24. febrúar,“ sagði í skýrslunni.

Þar segist stofnunin einnig hafa sannanir þess efnis að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir sprengjugildrum sem fórnarlömbin setja sjálf af stað og annars konar sprengjum í Úkraínu frá því í febrúar á ýmsum stöðum áður en hersveitirnar hörfa og yfirgefa stöðvar sínar.

Drepa og særa almenna borgara

„Mestu áskorunina gegn þeim almenna hugsunarhætti sem ríkir í garð þessara vopna má finna í nýrri notkun á þeim,“ segir í skýrslunni.

„Jarðsprengjur halda áfram að drepa og særa almenna borgara, eyðileggja lífsviðurværi fólks, koma í veg fyrir notkun á landi og trufla aðgang að mikilvægri þjónustu," segir einnig í skýrslunni, þar sem talað er um yfir 60 lönd og svæði.

mbl.is