Repúblikanar með meirihluta í fulltrúadeild

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 17. nóvember 2022

Repúblikanar með meirihluta í fulltrúadeild

Repúblikanaflokkurinn er nú kominn með meirihluta þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samkvæmt nýjustu tölum úr þingkosningunum sem haldnar voru í síðustu viku. Munu repúblikanar því vera í meirihluta í fulltrúadeild næstu tvö árin með að minnsta kosti 218 þingmenn. 

Repúblikanar með meirihluta í fulltrúadeild

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 17. nóvember 2022

Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild er að vonum sáttur …
Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild er að vonum sáttur með að vera í meirihluta á næstu tveim árum. AFP

Repúblikanaflokkurinn er nú kominn með meirihluta þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samkvæmt nýjustu tölum úr þingkosningunum sem haldnar voru í síðustu viku. Munu repúblikanar því vera í meirihluta í fulltrúadeild næstu tvö árin með að minnsta kosti 218 þingmenn. 

Repúblikanaflokkurinn er nú kominn með meirihluta þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samkvæmt nýjustu tölum úr þingkosningunum sem haldnar voru í síðustu viku. Munu repúblikanar því vera í meirihluta í fulltrúadeild næstu tvö árin með að minnsta kosti 218 þingmenn. 

Þrátt fyrir að um sigur sé að ræða fyrir repúblikana er hann mun minni en búist var við fyrir þingkosningarnar þegar margir miðlar skrifuðu um rauða bylgju sem myndi taka yfir að þingkosningum loknum.

Geta hindrað frumvörp demókrata

Með stjórn í fulltrúadeildinni getur Repúblikanaflokkurinn komið í veg fyrir að frumvörp frá demókrötum komist í gegnum fulltrúadeildina og til öldungadeildarinnar. Að auki geta repúblikanar nú hafið nefndarrannsóknir á ríkisstjórn Joe Biden forseta Bandaríkjanna ef þeir sjá ástæðu til.

Með meirihluta í fulltrúadeildinni geta repúblikanar valið næsta forseta fulltrúadeildarinnar en í gær var Kevin McCarthy kjörinn leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni.

mbl.is