10 milljónir án rafmagns í Úkraínu

Úkraína | 18. nóvember 2022

10 milljónir án rafmagns í Úkraínu

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði tíu milljónir Úkraínumanna vera án rafmagns eftir þungt sprengjuregn í nótt frá hersveitum Rússa. 

10 milljónir án rafmagns í Úkraínu

Úkraína | 18. nóvember 2022

Fjöldi Úkraínumanna eru án rafmagns og kuldinn er farinn að …
Fjöldi Úkraínumanna eru án rafmagns og kuldinn er farinn að gera vart við sig. AFP/Bulent Kilic

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði tíu milljónir Úkraínumanna vera án rafmagns eftir þungt sprengjuregn í nótt frá hersveitum Rússa. 

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði tíu milljónir Úkraínumanna vera án rafmagns eftir þungt sprengjuregn í nótt frá hersveitum Rússa. 

Sjö liggja í valnum hið minnsta og talið er að fjöldi látinni muni aukast með deginum.

„Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma rafmagni aftur á,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu í nótt. Selenskí heldur slík ávörp flestar nætur, þar sem hann upplýsir þjóðina um stöðu mála. 

Loftvörnum Úkraínu tókst í gær og nótt að skjóta niður sex stýriflaugar og fimm dróna að sögn Selenskí. 

Rússneskar hersveitir hafa undanfarna daga skotið eldflaugum af miklum þunga á borgir og bæi Úkraínu og hæft fjölmörg rafmangsmannvirki og borgaralegar byggingar. Skothríð fyrir tveimur dögum var sú mesta frá upphafi stríðs. 

Þessari aðferðafræði hafa Rússar beitt vegna slæms gengis á vígvöllum. Áhrifum hennar er farið að gæta allverulega. 

Íbúar Kænugarðs vöknuðu í gærmorgun við snjólag á götum borgarinnar og rafmagnsleysi undanfarinna daga leiðir til þess að ekki er hægt að hita heimili. 

mbl.is