Fundu leifar af sprengiefni

Úkraína | 18. nóvember 2022

Fundu leifar af sprengiefni

Sænska lögreglan greinir frá því að leifar af sprengiefni hafi fundist við Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti sem liggja milli Rússlands og Þýskalands og rofnuðu í lok september með þeim afleiðingum að gríðarlegt magn af gasi streymdi úr þeim í sjóinn.

Fundu leifar af sprengiefni

Úkraína | 18. nóvember 2022

Gasið streymir upp á yfirborð sjávar eftir sprenginguna 26. september.
Gasið streymir upp á yfirborð sjávar eftir sprenginguna 26. september. AFP

Sænska lögreglan greinir frá því að leifar af sprengiefni hafi fundist við Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti sem liggja milli Rússlands og Þýskalands og rofnuðu í lok september með þeim afleiðingum að gríðarlegt magn af gasi streymdi úr þeim í sjóinn.

Sænska lögreglan greinir frá því að leifar af sprengiefni hafi fundist við Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti sem liggja milli Rússlands og Þýskalands og rofnuðu í lok september með þeim afleiðingum að gríðarlegt magn af gasi streymdi úr þeim í sjóinn.

Frá þessu greinir Mats Ljungqvist ákæruvaldsfulltrúi í fréttatilkynningu. „Rannsóknir á svæðinu leiddu í ljós leifar af sprengiefni á óþekktum hlutum við hlið leiðslanna,“ segir þar.

Gasið streymdi út um fjögur op á leiðslunum tveimur eftir sprenginguna 26. september og sáust þess glögg merki á yfirborði sjávar þar sem gasið leitaði upp á yfirborðið. Myndskeið tekin með fjarstýrðum kafbátum sýna að 50 metrar annarrar leiðslunnar eru á bak og burt. Sænsk og dönsk yfirvöld hafa haft samstarf um rannsókn málsins og reynt að finna út hver eða hverjir beri ábyrgðina og berast böndin eðlilega að Rússum í ljósi stöðu heimsmála.

Skip sáust á gervihnattamyndum

Sáust tvö óþekkt skip meðal annars á svæðinu nokkrum dögum fyrir sprenginguna og höfðu þau bæði slökkt á staðsetningarkerfinu AIS sem öllum stærri hafförum er ætlað að vera sýnileg á. Útvarpar það kerfi stöðugt nafni fars, staðsetningu og stefnu auk fleiri upplýsinga.

„Þeir [áhafnir skipanna] hafa reynt að fara huldu höfði og fela staðsetningarhnitin,“ segir Jerry Javornicky, yfirmaður gervihnattaeftirlitsfyrirtækisins SpaceKnow, í samtali við bandaríska tæknitímaritið Wired. Komu skipin fram á gervihnattamyndum SpaceKnow sem tilkynnti Atlantshafsbandalaginu NATO um ferðir þeirra samkvæmt verklagsreglum.

Rússar greindu í dag frá því að gasrisi þeirra, Gazprom, ætlaði sér að bíða með ákvarðanir um hvort gera ætti við gasrörin. Vilji fyrirtækið fyrst vita hvað komi út úr rannsókn Norðurlandaþjóðanna.

Expressen

NRK

The Guardian

Bloomberg

mbl.is