Varaði kærustuna við því að byrja með sér

Dagmál | 18. nóvember 2022

Varaði kærustuna við því að byrja með sér

„Núna er það frí með konunni sem á það svo sannarlega skilið að láta dekra aðeins við sig,“ sagði Viktor Örn Margeirsson, nýkrýndur Íslandsmeistari með karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Varaði kærustuna við því að byrja með sér

Dagmál | 18. nóvember 2022

„Núna er það frí með konunni sem á það svo sannarlega skilið að láta dekra aðeins við sig,“ sagði Viktor Örn Margeirsson, nýkrýndur Íslandsmeistari með karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Núna er það frí með konunni sem á það svo sannarlega skilið að láta dekra aðeins við sig,“ sagði Viktor Örn Margeirsson, nýkrýndur Íslandsmeistari með karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Viktor Örn, sem er 28 ára gamall, var í lykilhlutverki hjá Blikum á nýliðinu keppnistímabili þar sem liðið fagnaði öruggum sigri í Bestu deildinni.

Það var nóg að gera hjá Blikum á tímabilinu en liðið fór alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar og þá féll liðið úr leik í 3. umferð Sambandsdeildar UEFA eftir tap gegn Instanbul Basaksehir frá Tyrklandi.

„Ég hlæ stundum að henni þegar að hún er að blóta fótboltanum, sem hún gerir reyndar mjög sjaldan,“ sagði Viktor.

„Ég minni hana á það að ég varaði hana við því að byrja með mér því það er ekkert grín að vera með fótboltamanni, það snýst allt einhvern veginn um næstu æfingu og næsta leik,“ sagði Viktor meðal annars.

Viðtalið við Viktor Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is