Letizia drottning í eldrauðu leðri

Fatastíllinn | 19. nóvember 2022

Letizia drottning í eldrauðu leðri

Það gerist ekki djarfara en að klæðast rauðu leðri frá toppi til táar. Letizia Spánardrottning lætur þó fátt stöðva sig þegar kemur að fatavali en hún er jafnan talin ein best klædda drottning Evrópu. 

Letizia drottning í eldrauðu leðri

Fatastíllinn | 19. nóvember 2022

Spánardrottning mætti galvösk í rauðu leðurdressi.
Spánardrottning mætti galvösk í rauðu leðurdressi. AFP

Það gerist ekki djarfara en að klæðast rauðu leðri frá toppi til táar. Letizia Spánardrottning lætur þó fátt stöðva sig þegar kemur að fatavali en hún er jafnan talin ein best klædda drottning Evrópu. 

Það gerist ekki djarfara en að klæðast rauðu leðri frá toppi til táar. Letizia Spánardrottning lætur þó fátt stöðva sig þegar kemur að fatavali en hún er jafnan talin ein best klædda drottning Evrópu. 

Letizia drottning mætti á bókamessuna í Frankfurt í rauðri leðurdragt frá Hugo Boss og klæddist einfaldri hvítri blússu innanundir til þess að brjóta upp allt leðrið. Þá var hún í rauðum hælaskóm við til þess að fullkomna útlitið.

Blússan hvíta er einnig úr smiðju Hugo Boss og virðast blússur þessa merkis vera í mjög miklu uppáhaldi hjá evrópsku kóngafólki en Mary krónprinsessa Danmerkur á svipaða blússu í mörgum mismunandi litum og notar hana mikið.

Það komast ekki allir upp með að klæðast rauðu leðurdressi …
Það komast ekki allir upp með að klæðast rauðu leðurdressi eins og Letizia Spánardrottning. AFP
Hjónin voru mætt á bókamessuna í Frankfurt.
Hjónin voru mætt á bókamessuna í Frankfurt. AFP
mbl.is