Tekur notagildi fram yfir merki

Framakonur | 19. nóvember 2022

Tekur notagildi fram yfir merki

Hin 22 ára gamla Hekla Nína Hafliðadóttir hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir fallegt handverk sem hún selur á vefsíðu sinni, heklanina.is. Hekla hefur alla tíð verið skapandi, en í heimsfaraldrinum fékk sköpunargleðin meira pláss og tíma í lífi Heklu.

Tekur notagildi fram yfir merki

Framakonur | 19. nóvember 2022

Hekla Nína Hafliðadóttir heldur úti vefsíðunni heklanina.is, en þar selur …
Hekla Nína Hafliðadóttir heldur úti vefsíðunni heklanina.is, en þar selur hún fallegt keramik, kerti og heklaðar vörur.

Hin 22 ára gamla Hekla Nína Hafliðadóttir hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir fallegt handverk sem hún selur á vefsíðu sinni, heklanina.is. Hekla hefur alla tíð verið skapandi, en í heimsfaraldrinum fékk sköpunargleðin meira pláss og tíma í lífi Heklu.

Hin 22 ára gamla Hekla Nína Hafliðadóttir hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir fallegt handverk sem hún selur á vefsíðu sinni, heklanina.is. Hekla hefur alla tíð verið skapandi, en í heimsfaraldrinum fékk sköpunargleðin meira pláss og tíma í lífi Heklu.

Síðan þá hefur boltinn rúllað og í dag stundar hún nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og hefur aukið úrval af handverki á vefsíðu sinni, en þar selur hún keramikvörur, kerti og heklaðar vörur. 

Hekla útskrifaðist sem stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 2019, en að náminu loknu segir hún mikla óvissu hafa tekið við. „Ég var ekki viss hvaða listnám ég vildi fara í og tók mér þrjú ár í að vinna og finna betur út úr því hvað ég vildi læra og gera. Ég er mjög glöð með að hafa tekið mér pásu frá skóla þangað til ég fann hvað mig langaði virkilega að læra,“ segir Hekla. 

„Ég hef í raun haft áhuga á list síðan ég …
„Ég hef í raun haft áhuga á list síðan ég man eftir mér. Ég vissi alltaf að mig langaði í einhverskonar listnám og að vinna við eitthvað þar sem sköpunargleðin fengi að njóta sín.“

„Áður en ég vissi var allt húsið undirlagt af pöntunum“

Árið 2020, í upphafi heimsfaraldursins, byrjaði Hekla að búa til handsnúin kerti eftir að hún rakst á myndband á netinu. 

„Ég ákvað að prufa mig áfram með þetta og það gekk mjög vel. Ég byrjaði að selja vinum og vandamönnum kertin og áður en ég vissi af var allt húsið undirlagt af kertapöntunum. Það mætti í raun segja að þaðan hafi boltinn farið að rúlla,“ segir Hekla. 

Hekla selur falleg handsnúin og handmáluð kerti.
Hekla selur falleg handsnúin og handmáluð kerti.

Ári seinna ákvað Hekla að skrá sig á námskeið í rennslu og leirmótun í Myndlistaskólanum í Reykjavík. „Eftir það var ekki aftur snúið. Ég heillaðist alveg að leirnum og vissi strax að ég hefði fundið eitthvað sem mig langaði að vinna meira með. Ég fór því strax að vinna í því að setja upp lítið stúdíó og búa til vefsíðuna mína,“ útskýrir hún. 

„Ég skráði mig svo á annað námskeið í Myndlistaskólanum og …
„Ég skráði mig svo á annað námskeið í Myndlistaskólanum og endaði á því að sækja um nám á keramikbrautinni þeirra þar sem ég er í dag,“ segir Hekla.

Hekla hefur nú gefið út fjórar keramiklínur sem eru hver annarri fallegri. Fyrsta lína Heklu, Karí by Hekla Nína, var tileinkuð ömmu hennar, Karí Karólínu. 

„Amma mín var norsk og elskaði ekkert meira en falleg blóm og jarðarber með sykri og rjóma. Heimili hennar var allt fullt af blómum, en hún var með bolla, diska, krúsir og krukkur með fallegum máluðum blómum og berjum,“ útskýrir Hekla. 

Fallegir bollar úr fyrstu keramiklínu Heklu, Karí by Hekla Nína.
Fallegir bollar úr fyrstu keramiklínu Heklu, Karí by Hekla Nína.

Næsta lína Heklu ber heitið Síðla Sumars, og er hún innblásin af síðustu sumardögunum áður en haustið tekur yfir. Þá hefur Hekla einnig gefið út línuna Blue, en þar má finna postulínsbolla sem eru skreyttir með fallegum bláum postulínsmassa. 

Sækir innblástur í náttúruna

Á vefsíðu Heklu má einnig finna falleg hekluð hárbönd. „Ég klippti á mig topp fyrir nokkrum árum og hef alltaf verið í vandræðum með að halda hárinu frá andlitinu. Ég og mamma mín, Ellisif Astrid, fengum þá hugmynd að búa til falleg hekluð hárbönd fyrir sumarið og til varð línan Astrid x Nína,“ segir Hekla. 

„Mamma mín er algjör snillingur að hekla og erum við …
„Mamma mín er algjör snillingur að hekla og erum við alltaf að vinna að því að bæta fleiri fallegum hekluðum vörum í línuna,“ segir Hekla.

Aðspurð segist Hekla fá mikinn innblástur úr umhverfi sínu. „Ég sæki mikinn innblástur í alla fallegu hlutina í kringum mig sem ég hef verið umkringd síðan ég var lítil. Ég fæ einnig mikinn innblástur fyrir listina frá náttúrunni, en ég elska falleg blóm og fallega liti. Mér finnst alltaf gott að taka góðan göngutúr í fallegu umhverfi þegar mig vantar hugmyndir,“ útskýrir hún.

Hekla á auðvelt með að sjá fegurðina í umhverfinu og …
Hekla á auðvelt með að sjá fegurðina í umhverfinu og nýtir hana í listsköpun sína.

Með gott auga fyrir tísku

Það er óhætt að segja að Hekla sé með einstakt auga fyrir fallegum hlutum, og það sama má segja um fatnað. Samhliða skólanum og handverkinu starfar Hekla í fatabúðinni Spúútnik Reykjavík og hefur gert síðastliðin fjögur ár, en hún segir samstarfsfólk sitt veita sér mikinn tískuinnblástur. 

Aðspurð segist Hekla ekki vera með neinn einn fatastíl sem hún klæðist, heldur fari það eftir því hvernig skapi hún er í. 

„Ég get farið úr fallegum blómakjól yfir í gelludress og hælaskó, og þaðan yfir í „tom boy“ lúkk í stórum gallabuxum og peysu. Það er það sem mér finnst svo skemmtilegt við föt og tísku - þú getur klætt þig nákvæmlega eins og þú vilt!,“ segir hún. 

Fatastíll Heklu er fjölbreyttur og skemmtilegur. Hér er hún í …
Fatastíll Heklu er fjölbreyttur og skemmtilegur. Hér er hún í flottu dressi í uppáhaldslitnum sínum, bláum.

Á alltof margar gallabuxur

Hekla er dolfallin fyrir góðum gallabuxum og viðurkennir að hún eigi í raun alltof mikið af þeim. „Ég elska góðar og flottar gallabuxur, þá sérstaklega Levis 501. Það var góð vinkona mín hún Ragnheiður Helga Blöndal sem kynnti mig fyrir Levis 501 þegar ég byrjaði að vinna í Spúútnik. Ef ég finn mér flottar Levis gallabuxur þá bara verð ég að kaupa þær,“ segir Hekla. 

Góðar Levis gallabuxur eru ómissandi í fataskáp Heklu.
Góðar Levis gallabuxur eru ómissandi í fataskáp Heklu.

Í fataskáp hennar eru því mjög margar gallabuxur, en einnig mikið af jökkum. „Annars á ég mikið af allskonar fötum, enda er ég með mjög fjölbreyttan fatastíl og klæði mig helst eftir skapi og líðan,“ segir hún. 

Kúrekastígvélin í mestu uppáhaldi

Hekla segir uppáhaldsflík sína vera gömul kúrekastígvél af mömmu sinni. „Ég elska þessi stígvél svo mikið, þau passa við nánast allt og poppa upp öll dress. Vinkona mömmu, hún Marta Jonsson, hannaði þessi stígvél fyrir mörgum árum og mér finnst geggjað hvað þau eiga vel við enn þann dag í dag,“ segir Hekla. 

Hekla í uppáhaldsstígvélunum.
Hekla í uppáhaldsstígvélunum.

„Önnur flík sem ég elska er pallíettukjóll af frænku minni sem ég fékk alltaf að máta þegar ég var lítil og kom í heimsókn, en þá hélt ég tískusýningu fyrir alla fjölskylduna,“ bætir hún við. 

Til vinstri má sjá hina 7 ára gömlu Heklu í …
Til vinstri má sjá hina 7 ára gömlu Heklu í kjólnum á tískusýningu fyrir fjölskylduna, en til hægri er hún í sama kjólnum en þá orðin 20 ára gömul.

Hekla segist ekki vera upptekin af merkjum, heldur velji hún flíkur frekar út frá því hvað henni finnist fallegt og hvort þær hafi mikið notagildi. „Ég pæli ekki mikið í merkjum og finnst alltaf skemmtilegast þegar ég finn mér fallegar „vintage“ flíkur,“ segir Hekla. 

„Ég dýrka samt flíkurnar sem ég á frá Ganni og …
„Ég dýrka samt flíkurnar sem ég á frá Ganni og bolina mína frá Hildi Yeoman, en mér finnst mynstrin og litirnir æði,“ segir Hekla.

Heklu þykir skemmtilegast að klæðast litríkum fötum, en lengst af hefur blár verið uppáhaldsliturinn hennar. „Reyndar er grænn búinn að vera í mjög miklu uppáhaldi upp á síðkastið,“ bætir hún við. 

Fyrir veturinn segir Hekla það vera ómissandi að eiga góða úlpu. „Ég fékk mér geggjaða síða úlpu úr búðinni Arket í Amsterdam á síðasta ári sem ég er búin að nota alveg endalaust. Það er bara eins og að klæða sig í svefnpoka þegar maður þarf að fara út í kuldann á morgnanna,“ útskýrir Hekla. 

Á óskalista Heklu fyrir veturinn eru aðallega fallegar kápur. „Ég hef mikið verið að skoða kápurnar hjá Charlotte Simone, mér finnst þær alveg ótrúlega fallegar. Mig hefur líka alltaf langað til að eignast kápu eða flík frá Saks Potts,“ segir hún. 

Á veturnar er nauðsynlegt að eiga bæði þægileg og hlý …
Á veturnar er nauðsynlegt að eiga bæði þægileg og hlý föt.

Fær lánuð föt hjá mömmu og pabba

Rétt eins og með listina þá sækir Hekla mikinn tískuinnblástur í umhverfið í kringum sig. „Ég sæki mestan innblástur frá öllu flotta fólkinu í kringum mig. Foreldrar mínir eru bæði ótrúlega smart og ég fæ oft lánuð föt af bæði mömmu og pabba. Svo finnst mér líka mjög gaman að skoða tískublöð og bækur,“ segir Hekla. 

Hekla í fallegu dressi í takt við umhverfið.
Hekla í fallegu dressi í takt við umhverfið.

Það er margt spennandi framundan hjá Heklu. „Í dag er ég bara á fullu í skólanum og er að einbeita mér að því, en það fer að koma að lokaverkefni þessarar annar sem ég er spennt að vinna. Ég er einnig á fullu að vinna að nýjum keramik línum fyrir vefsíðuna mína og er mjög spennt að sýna meira frá því,“ segir hún. 

Nýverið gaf Hekla út afar fallega jólalínu, en í línunni eru bollar, undirskálar og jólaskraut, en línan er fullkomin í jólapakkann.

Nýjasta lína Heklu er falleg jólalína.
Nýjasta lína Heklu er falleg jólalína.
mbl.is