Mjög þunn og döpur umræða

Dagmál | 20. nóvember 2022

Mjög þunn og döpur umræða

„KR-leikurinn var alvöru prófraun fyrir okkur,“ sagði Viktor Örn Margeirsson, nýkrýndur Íslandsmeistari með karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Mjög þunn og döpur umræða

Dagmál | 20. nóvember 2022

„KR-leikurinn var alvöru prófraun fyrir okkur,“ sagði Viktor Örn Margeirsson, nýkrýndur Íslandsmeistari með karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„KR-leikurinn var alvöru prófraun fyrir okkur,“ sagði Viktor Örn Margeirsson, nýkrýndur Íslandsmeistari með karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Viktor Örn, sem er 28 ára gamall, var í lykilhlutverki hjá Breiðabliki sem vann Bestu deildina með miklum yfirburðum í sumar.

Blikum hefur gengið illa á móti KR á undanförnum árum en Breiðablik vann afar sterkan 1:0-útisigur gegn KR-ingum í 2. umferð Bestu deildarinnar í vor.

„Það hefur verið þunn og döpur umræða um það undanfarin ár að Blikaliðið skorti alvörukaraktera,“ sagði Viktor.

„Það var því mjög sterkt að mæta vestur í bæ og ná í sigur með smá harki þar sem við spilum kannski ekki fallegasta fótboltann,“ sagði Viktor meðal annars.

Viðtalið við Viktor Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is