Segja Rússa hafa skotið á kjarnorkuverið

Úkraína | 20. nóvember 2022

Segja Rússa hafa skotið á kjarnorkuverið

Úkraínska kjarnorkumálastofnunin Energoatom segir að Rússar hafi gert skotárásir á svæðið þar sem kjarnorkuverið Saporisjía stendur. Skömmu áður höfðu rússnesk stjórnvöld sakað Úkraínumenn um að hafa skotið á kjarnorkuverið.

Segja Rússa hafa skotið á kjarnorkuverið

Úkraína | 20. nóvember 2022

Kjarnorkuverið Saporisjía.
Kjarnorkuverið Saporisjía. AFP/Stringer

Úkraínska kjarnorkumálastofnunin Energoatom segir að Rússar hafi gert skotárásir á svæðið þar sem kjarnorkuverið Saporisjía stendur. Skömmu áður höfðu rússnesk stjórnvöld sakað Úkraínumenn um að hafa skotið á kjarnorkuverið.

Úkraínska kjarnorkumálastofnunin Energoatom segir að Rússar hafi gert skotárásir á svæðið þar sem kjarnorkuverið Saporisjía stendur. Skömmu áður höfðu rússnesk stjórnvöld sakað Úkraínumenn um að hafa skotið á kjarnorkuverið.

„Í morgun, 20. nóvember 2022, í skotárásum Rússa, var að minnsta tólf sinnum skotið á svæði kjarnorkuverksins Saporisjía,“ sagði Energatom.

Fyrirtækið bætti við að Rússar væru „enn og aftur...að setja allan heiminn í stórhættu“.

Kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu. Mikil átök hafa verið þar í kring á milli rússneskra og úkraínskra hersveita eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

mbl.is