„Sokkabuxur eru vanmetnar“

Fatastíllinn | 20. nóvember 2022

„Sokkabuxur eru vanmetnar“

Tískufrömuðurinn Camille Charriére er með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum. Hún gefur lesendum Style Magazine ráð um hvernig skal klæða sig upp á fyrir allar veislunar sem framundan eru.

„Sokkabuxur eru vanmetnar“

Fatastíllinn | 20. nóvember 2022

Camille Charriére veit ýmislegt um tísku og útlit.
Camille Charriére veit ýmislegt um tísku og útlit. Skjáskot/Instagram

Tískufrömuðurinn Camille Charriére er með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum. Hún gefur lesendum Style Magazine ráð um hvernig skal klæða sig upp á fyrir allar veislunar sem framundan eru.

Tískufrömuðurinn Camille Charriére er með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum. Hún gefur lesendum Style Magazine ráð um hvernig skal klæða sig upp á fyrir allar veislunar sem framundan eru.

Þú nýtur þín ekki ef þér líður illa í fötunum

„Illa valin föt geta eyðilagt góða kvöldstund. Lykillinn er að manni líði vel í fötunum. Það gefur manni sjálfstraust líkt og tequila skot gerir. Skapið verður betra ef þú ert í frábærum kjól eða fallegri kápu. Slíkt sjálfstraust fær mann til þess að langa að skemmta sér enn betur. Hið gagnstæða á við ef manni líður illa í fötunum. Þá er líklegt að maður sitji bara úti í horni allt kvöldið.“

Rétt kápa gerir gæfumuninn

„Sumar konur forðast að vera í kápum á djamminu til þess að þurfa ekki að standa í röð í fatahenginu. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að yfirhafnir fullkomni útlitið. Það er eitthvað virkilega dularfullt og aðlaðandi við konu sem er í fallegri síðri kápu. Ég mæli með að konur velji kápur sem ná að ökkla og með ýktar útlínur. Ég elska kápurnar í Mangó sem hafa herrasnið. Fær mann til að langa að sjá hvað er innan undir og bætir við smá dramatík.“

Gegnsætt getur virkað

„Ég elska nakta útlitið. Ef maður er óviss þá er gott að byrja á því að vera í einhverju hálfgegnsæju á kvöldin þar sem lýsingin er af skornum skammti. Þá virkar það ekki eins djarft.“

Eitt útlit fyrir mörg tækifæri

„Ef ég er að fara að klæðast því sama að degi til og á kvöldin þá luma ég á nokkrum ráðum. Fyrir kjól sem ég ætla að vera í allan daginn myndi ég nota flatbotna skó eða stígvél að degi til en skipta svo í hælaskó um kvöldið og bæta við meira áberandi skarti.“

Gallabuxur og jakki bregst ekki

„Gallabuxur eru fastur punktur í lífi mínu. Ef ég er í stuði til þess að vera þessi týpa sem bara mætir eins og hún er, þá vel ég gallabuxur. Sama hvert tilefnið er þá klikkar ekki samsetningin gallabuxur og jakki. Stundum er það bara svo einfalt.“

Svarti liturinn er alltaf flottur

„Það er ótrúlega smart að klæðast svörtu frá toppi til táar, sama hvaða árstími er, líka á sumrin! Mættu í öllu svörtu og þú ert búin að rústa keppninni. Það er ekki til sú manneskja sem lítur ekki vel út í svörtu. Þetta virkar líka vel sem auður strigi. Það er hægt að vera í sömu svörtu flíkinni á mörgum viðburðum og breyta henni með fylgihlutum.“

Sokkabuxur eru vanmetnar

„Fallegar sokkabuxur eru mjög vanmetnar. Þær geta gert gæfumuninn hvað heildarútlitið varðar. Ég elska gagnsæjar sokkabuxur við svarta hælaskó og stóra kápu. Mjög YSL-legt. Svo er flott að vera í 20 den sokkabuxum við stuttbuxur og stóra peysu. Við vitum að sokkabuxur endast ekki lengi þannig að þú skalt ekki kaupa dýrar sokkabuxur.“

Ekki vanmeta buxnadragtina

„Velsniðin dragt er ein gagnlegasta flík sem maður getur átt í fataskápnum. Maður getur klæðst dragtinni á svo margan hátt og gengur við allt. Ég er oft í flauelsbuxnadragt. Stundum nota ég bara buxurnar, stundum bara jakkann og stundum bæði saman. Allt mjög fjölbreytt og einfalt.“

Sakar ekki að reyna

„Með aldrinum hef ég lært að það er í lagi að fólk viti að maður leggi sig fram. Föt eiga að veita manni ánægju. Í dag finnst mér gaman að klæða mig upp á og fara stundum yfir strikið. Það er allt í lagi svo lengi sem manni líður vel.“

View this post on Instagram

A post shared by @camillecharriere

View this post on Instagram

A post shared by @camillecharriere

mbl.is