Sprengingum við Sa­porisjía verði að linna

Úkraína | 20. nóvember 2022

Sprengingum við Sa­porisjía verði að linna

Rafael Grossi, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt „markvissa“ árás á Sa­porisjía-kjarnorkuverið, í Úkraínu sem er undir stjórn Rússa.

Sprengingum við Sa­porisjía verði að linna

Úkraína | 20. nóvember 2022

Sa­porisjía-kjarnorkuverið í Úkraínu er undir stjórn Rússa.
Sa­porisjía-kjarnorkuverið í Úkraínu er undir stjórn Rússa. AFP/Stringer

Rafael Grossi, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt „markvissa“ árás á Sa­porisjía-kjarnorkuverið, í Úkraínu sem er undir stjórn Rússa.

Rafael Grossi, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt „markvissa“ árás á Sa­porisjía-kjarnorkuverið, í Úkraínu sem er undir stjórn Rússa.

Hefur Grossi kallað því því að „þessu brjálæði linni“ þar sem stjórnvöld í Kænugarði og Moskvu skiptast á ásökunum um sprengjuárásir á verið. 

Á sama tíma hafa Rússar sakað Úkraínumenn um að hafa tekið uppgjafahermenn af lífi, nokkuð sem Úkraínumenn þverneita.

„Fréttir frá eftirlitsmönnum okkar í gær og í morgun valda miklum áhyggjum,“ segir í yfirlýsingu frá Grossi. 

„Sprengingar urðu nærri þessu stóra kjarnorkuveri sem er algjörlega óviðunandi. Hver sem er á bak við þessar árásir verður að láta af því strax.“

Rafael Grossi.
Rafael Grossi. AFP/John Macdougall
mbl.is