„Þú sérð mig ekki oft í jogginggalla“

Fatastíllinn | 20. nóvember 2022

„Þú sérð mig ekki oft í jogginggalla“

Ísold Wilberg Antonsdóttir, söngkona og flugfreyja hjá Play, er mikið fyrir að klæða sig upp og vera fín. Þú munt því seint sjá Ísold úti á götu í jogginggalla en hún á þó skemmtilega kósígalla sem hún klæðist bara heima hjá sér. Á undanförnum árum hefur Ísold einbeitt sér að því að kaupa færri og vandaðri flíkur.

„Þú sérð mig ekki oft í jogginggalla“

Fatastíllinn | 20. nóvember 2022

Ísold Wilberg Antonsdóttir, söngkona og flugfreyja hjá Play, er mikið …
Ísold Wilberg Antonsdóttir, söngkona og flugfreyja hjá Play, er mikið fyrir að klæða sig upp og vera fín. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísold Wilberg Antonsdóttir, söngkona og flugfreyja hjá Play, er mikið fyrir að klæða sig upp og vera fín. Þú munt því seint sjá Ísold úti á götu í jogginggalla en hún á þó skemmtilega kósígalla sem hún klæðist bara heima hjá sér. Á undanförnum árum hefur Ísold einbeitt sér að því að kaupa færri og vandaðri flíkur.

Ísold Wilberg Antonsdóttir, söngkona og flugfreyja hjá Play, er mikið fyrir að klæða sig upp og vera fín. Þú munt því seint sjá Ísold úti á götu í jogginggalla en hún á þó skemmtilega kósígalla sem hún klæðist bara heima hjá sér. Á undanförnum árum hefur Ísold einbeitt sér að því að kaupa færri og vandaðri flíkur.

Einhverjir kannast við Ísold úr Söngvakeppni sjónvarpsins, en hún tók þátt í keppninni á þessu ári með bróður sínum Má Gunnarssyni með lagið Don't you know.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Ætli ég myndi ekki segja að hann sé svolítið kvenlegur og þroskaður en ekki of væminn heldur frekar smá „edgy“ og oftast óháður tískubylgjum, fer mikið eftir skapi og tilfinningu.“

Fyrir hverju fellur þú oftast?

„Ég elska skó. Það skiptir ekki máli fyrirjójó eins og mig hvort maður bæti á sig eða missi nokkur kíló, þeir passa alltaf jafn vel. Oftast fell ég frekar fyrir svolítið klossalegum og grófum skóm heldur en fínlegum með granna hæla og ég elska allskonar stígvél.“

Dressið fékk Ísold í Yeoman í lok sumars. „Mér fannst …
Dressið fékk Ísold í Yeoman í lok sumars. „Mér fannst sumarið líða allt of fljótt og þó svo ég elski haustið var ég hálf þunglynd yfir því að sumarið væri að enda svo kærastinn minn keypti þetta fallega dress sem mig hafði lengi langað í til að hjálpa mér að verða spennt fyrir haustinu,“ segir Ísold. Svörtu stígvélin eru frá Zara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Ég er eiginlega alltaf í hælum, ég elska uppháar buxur, midi eða maxikjóla sem eru dálítið aðsniðnir og síðar kápur, sérstaklega úr einhverskonar leðurlíki eða pleðri. Ég klæði mig eiginlega alltaf upp og þú sérð mig ekki oft í jogginggalla eða hettupeysu nema ég sé heima, þar á ég reyndar alveg einstaklega asnalega og dásamlega kósígalla.“

Hvernig klæðir þú þig þegar þú ert að fara eitthvað fínt?

„Það er ekkert mjög mikill munur á mér dagsdaglega og þegar ég fer eitthvert út, nota mikið sömu fötin en dressa þau upp eða niður með fylgihlutum. Það mætti samt segja að ég á það til að verða aðeins stelpulegri heldur en dagsdaglega, fer í aðeins styttri pils eða kjóla og elska þá t.d. að vera í háum stígvélum við.“ 

Rauða hettan er frá Sædísi Ýr, en hana gerði Sædís …
Rauða hettan er frá Sædísi Ýr, en hana gerði Sædís fyrir Ísold eftir sérstakri pöntun. „ Ég er ekki mikið fyrir hettupeysur en elska að vera með hettur af þessu tagi, ég á líka svarta lambhúshettu sem ég nota óspart en hún er ekki jafn fabulous,“ segir Ísold. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verstu fatakaupin?

„Ég þoli ekki að kaupa sokkabuxur, mér tekst alltaf að eyðileggja þær í fyrsta eða annað skiptið og að máta og kaupa brjóstahaldara er eitt það leiðinlegasta sem ég geri.“

Bestu fatakaupin?

„Seinustu ár hef ég verið að reyna að stunda meðvituð kaup, kaupa frekar vandaðar og dýrari hluti í staðinn fyrir að kaupa mikinn fjölda af ódýrum og fjöldaframleiddum flíkum, frekar færri og gæðameiri föt sem ég passa þá ennþá betur upp á. Keypti t.d Ganni-kjól í fyrra sem er í miklu uppáhaldi og kjól frá Hildi Yeoman fyrir þrítugsafmælið mitt í sumar sem ég er búin að ofnota.“

Kápan er úr Zara og er fullkomlega vatnsheld. Hatturinn er …
Kápan er úr Zara og er fullkomlega vatnsheld. Hatturinn er keyptur á götubás í Boston en Ísold er mjög mikið fyrir svona hatta, sama hvort þeir séu í tísku eða ekki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað myndir þú aldrei fara í?

„Svona „low rise 2000-buxur“ sem virðast vera að koma aftur í tísku núna, nei takk.“

Hvað er á óskalistanum fyrir veturinn?

„Mig langar í einhverja loðkápu fráJAKKE, þau sérhæfa sig í vönduðum gervifeldum og gervileðri sem eru ekki prófuð á dýrum, allt svo litríkt og „fluffy“ og fallegt og væri fullkomið í vetur.“

Appelsínugulu skórnir eru frá Kalda Shoes
Appelsínugulu skórnir eru frá Kalda Shoes mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppáhaldsmerki?

„Í dag finnst mér finnst Skandinavísku merkin einstaklega heillandi, Envii, Ganni, Samsoe Samsoe, NAKD. Annars hef ég aldrei lagt mikla áherslu á merkimiða á fötum og á í sjálfu sér ekki mikið af „merkjafötum“, mestu máli skiptir hvort þau grípi augað og mér finnist þau eiga vel við mig.“

Uppáhaldslitir?

„Grænn og appelsínugulur fara mér mjög vel og ég elska sérstaklega að klæða mig í jarðliti. Upp á síðkastið hef ég verið að kaupa mér mikið af hvítum peysum sem er í raun mjög óhentugt fyrir mig þar sem þær eru oftast komnar með 2-3 bletti eftir fyrsta skiptið í þeim.“

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Allar línurnar frá HildiYeoman og allar línurnar fráJoDisShoes“

„Græni jakkinn er gamall jakki af Fríðu ömmu minni, mér …
„Græni jakkinn er gamall jakki af Fríðu ömmu minni, mér þykir einstaklega vænt um að geta gefið gömlum flíkum nýtt líf, sérstaklega þegar þær eru frá fólki sem maður elskar og gætu einn daginn farið áfram til dætra minna eða litlu frænku.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvaðan sækir þú innblástur þegar þú setur saman dress?

„Ég fer rosa mikið eftir tilfinningu og nota fötin oft til að styrkja þann ásetning sem mig langar að setja út í heiminn þann daginn. Til dæmis ef ég er lítil í mér af því að ég hef verið að bera mig saman við aðra og finn löngun til að fela mig þá tek ég meðvitaða ákvörðun um að fara í eitthvað áberandi og minni mig á að ég má taka pláss bara nákvæmlega eins og ég er.. Eða þegar ég hef þurft að standa upp fyrir sjálfri mér og eiga erfiðar samræður þá fannst mér hjálpa að sleikja aftur hárið og fara í pleðurskyrtuna mína til að vekja innri stríðsmanninn og hjálpa mér að halda taka valdið mitt aftur.

Hver finnst þér vera best klædda konan í heiminum í dag?

„Mér finnst Dóra Júlía alltaf sjúklega flott. Þórunn Antonía er líka alltaf svo óhrædd í klæðaburði, ég elska líka bókstaflega allt sem Sædís Ýr fatahönnuður gerir og hún klæðist oftast fötum eftir sjálfa sig. Hún gerði einmitt kjólinn minn fyrir Söngvakeppnina sem fékk ótrúlega góðar viðtökur.“

„Buxur og bolur eftir Sædísi Ýr fatahönnuð sem ég elska …
„Buxur og bolur eftir Sædísi Ýr fatahönnuð sem ég elska elska elska, sniðið er fullkomið fyrir mínar línur og það er eitthvað við latex sem ég bara dýrka að vera í.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is