Fjögur svæði í Kerson þar sem fangar voru pyntaðir

Úkraína | 21. nóvember 2022

Fjögur svæði í Kerson þar sem fangar voru pyntaðir

Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa fundið fjögur svæði í Kerson þar sem fangar rússneska hersins voru pyntaðir. 

Fjögur svæði í Kerson þar sem fangar voru pyntaðir

Úkraína | 21. nóvember 2022

Eyðileggingin í Kerson er gríðarleg.
Eyðileggingin í Kerson er gríðarleg. AFP/Íhor Tkatsjov

Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa fundið fjögur svæði í Kerson þar sem fangar rússneska hersins voru pyntaðir. 

Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa fundið fjögur svæði í Kerson þar sem fangar rússneska hersins voru pyntaðir. 

Rússneski herinn hörfaði frá borginni, sem er í suðurhluta Úkraínu, 11. nóvember eftir að verið með yfirráð þar í átta mánuði. 

Úkraínumenn segja Rússa hafa framið „hryllilega“ glæpi.

Fann barefli og önnur tæki

Embætti ríkissaksóknara sagði að „fjögur svæði“ hefðu verið skoðuð þar sem rússneskir hermenn „handtóku fólk ólöglega og pyntuðu það á hrottalegan hátt“.

Þá segir í yfirlýsingu saksóknara að rússneskir hermenn hafi sett upp „gervilögreglusveitir“ í fangageymslum í Kerson sem og á lögreglustöðvum.

Saksóknarinn fann meðal annars barefli og tæki sem gefur fólki rafstuð. Enn er verið að safna sönnunargögnum fyrir „glæpum“ rússneska hersins, segir í yfirlýsingunni.

mbl.is