Hildur: „Mig langaði bara að lemja einhvern“

Hildur Guðnadóttir | 21. nóvember 2022

Hildur: „Mig langaði bara að lemja einhvern“

Það var sannarlega áskorun fyrir kvikmyndatónskáldið Hildi Guðnadóttur að semja tónlistina fyrir kvikmyndina Women Talking eins og hún lýsti í viðtali við Variety á dögunum. Þar segist Hildur hafa átt erfitt með að byrja að semja því að hana hefði bara langað til að berja einhvern. 

Hildur: „Mig langaði bara að lemja einhvern“

Hildur Guðnadóttir | 21. nóvember 2022

Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir Women Talking.
Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir Women Talking. AFP

Það var sannarlega áskorun fyrir kvikmyndatónskáldið Hildi Guðnadóttur að semja tónlistina fyrir kvikmyndina Women Talking eins og hún lýsti í viðtali við Variety á dögunum. Þar segist Hildur hafa átt erfitt með að byrja að semja því að hana hefði bara langað til að berja einhvern. 

Það var sannarlega áskorun fyrir kvikmyndatónskáldið Hildi Guðnadóttur að semja tónlistina fyrir kvikmyndina Women Talking eins og hún lýsti í viðtali við Variety á dögunum. Þar segist Hildur hafa átt erfitt með að byrja að semja því að hana hefði bara langað til að berja einhvern. 

Kvikmyndin Women Talking fjallar um hóp kvenna sem eru einangraðar í trúarlegu samfélagi. Konurnar þurfa að taka ákvörðun um hvort þær ætli að vera áfram í samfélaginu eða að reyna að yfirgefa það eftir að hafa verið beittar grófu kynferðisofbeldi. 

Á frumsýningu myndarinnar í Los Angeles á fimmtudag ræddi Hildur við fjölmiðla og sagðist hafa átt erfitt með að byrja að semja tónlistina.

„Ég varð rosalega reið og leið fyrir hönd þessarra kvenna og það sem var gert við þær lamaði mig eiginlega. Ég gat ekki byrjað að nálgast tónlistina því ég var svo reið. Mig langaði ekki til að semja tónlist, mig langaði að lemja einhvern,“ sagði Hildur. 

Hún segist hafa lært af persónum myndarinnar sem reiddu sig hver á aðra til að komast áfram. „Ég lærði að það er miklu betra að reiða sig á vonina og samfélagið,“ sagði Hildur. 

Women Talking er mynd eftir Söruh Polley sem aðlagaði skáldsögu Miriam Toews frá áriu 2018. Með aðalhlutverk fara Jessica Buckley, Claire Foy, Rooney Mara, Ben Wishaw og Frances McDormand. 

Hildur er eitt fremsta tónskáld Íslendinga um þessari mundir en sem kunnugt er vann hún Óskarsverðlaun árið 2020 fyrir tónlist sína í myndinni Joker. Hildur hefur einnig verið orðuð við Óskarsverðlaunin á næsta ári, ekki bara fyrir Women Talking heldur einnig fyrir myndina Tár eftir Todd Field.

mbl.is