Fleiri telja of marga flóttamenn fá hæli

Flóttafólk á Íslandi | 22. nóvember 2022

Fleiri telja of marga flóttamenn fá hæli

Fleiri en áður telja að Ísland veiti of mörgum flóttamönnum hæli, eða 33% á móti 22,5% fyrir hálfu ári síðan.

Fleiri telja of marga flóttamenn fá hæli

Flóttafólk á Íslandi | 22. nóvember 2022

Útlendingastofnun.
Útlendingastofnun. mbl.is/Hari

Fleiri en áður telja að Ísland veiti of mörgum flóttamönnum hæli, eða 33% á móti 22,5% fyrir hálfu ári síðan.

Fleiri en áður telja að Ísland veiti of mörgum flóttamönnum hæli, eða 33% á móti 22,5% fyrir hálfu ári síðan.

Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Prósents fyrir Fréttablaðið.

Hlutfall þeirra sem telja Ísland taka við of fáum hefur á móti lækkað úr 40,4% í 31%.

Kjósendur Miðflokksins í sérflokki

77% kjósenda Miðflokksins telja Ísland taka við of mörgum flóttamönnum og 58% kjósenda Flokks fólksins.

48% kjósenda Sjálfstæðisflokksins telja Ísland taka við of mörgum, sem er töluverð fjölgun frá því fyrir hálfu ári síðan þegar 34% voru á þeirri skoðun.

Mest hefur afstaðan gagnvart því að veita flóttamönnum hæli harðnað hjá aldurshópnum 45 til 54 ára. 38% þeirra telja Ísland taka við of mörgum, miðað við 20% í júní.

Könnunin var framkvæmd 14. til 17. nóvember. Úrtakið var 2.600 og svarhlutfallið 51,3 prósent.

mbl.is