Vill að skýrsla um verðtryggingu verði birt

Verðtrygging | 22. nóvember 2022

Vill að skýrsla um verðtryggingu verði birt

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýnir að skýrsla um áhrif verðtryggingar, sem var skilað til félagsmálaráðuneytisins í fyrra, hafi ekki enn verið birt opinberlega. 

Vill að skýrsla um verðtryggingu verði birt

Verðtrygging | 22. nóvember 2022

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýnir að skýrsla um áhrif verðtryggingar, sem var skilað til félagsmálaráðuneytisins í fyrra, hafi ekki enn verið birt opinberlega. 

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýnir að skýrsla um áhrif verðtryggingar, sem var skilað til félagsmálaráðuneytisins í fyrra, hafi ekki enn verið birt opinberlega. 

Ásthildur Lóa, sem er jafnframt formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, ræddi skýrslu, sem hún segir að sé svört, á þingfundi í gær. 

Fram kemur tilkynningu frá samtökunum, að skýrslan hafi verið unnin af þeim dr. Ólafi Margeirssyni hagfræðingi og Jacky Mallett, lektor við Háskólann í Reykjavík. Hún hafi verið unnin að beiðni tólf þingmanna úr fimm flokkum, en þingmennirnir óskuðu eftir að félags- og jafnréttismálaráðherra léti gera skýrslu um úttekt á stöðu ólíkra hópa fólks með tilliti til eigna-, tekju- og atvinnustöðu tíu árum eftir hrun.

„Þau skiluðu skýrslunni til félagsmálaráðuneytisins í júní í fyrra en hún hefur ekki enn fengist birt, þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan Hagsmunasamtaka heimilanna,“ segir í tilkynningu samtakanna. 

Ásthildur heldur því fram að skýrslan sé óþægileg fyrir stjórnvöld sem „hafa varið verðtryggningu heimilanna með kjafti og klóm, þrátt fyrir loforð um annað.“

Hún segir einnig að almenningur eigi rétt á að sjá þessa skýrslu „ekki síst þegar litið er til þess hvernig fjármála- og efnahagsráðherra hefur ítrekað vísað til verðtryggðra lána sem „lausnar“ fyrir lántakendur sem ekki ráða við gríðarlegar vaxtahækkanir undanfarinna mánaða.“ 

mbl.is