Ætti að vera nóg til að ná verðbólgu niður

Vextir á Íslandi | 23. nóvember 2022

Ætti að vera nóg til að ná verðbólgu niður

Hækkun stýrivaxta upp í 6% sem tilkynnt var í dag ætti að vera nóg til að ná verðbólgu niður í markmið á ásættanlegum tíma. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, en hann tekur þó fram að mögulega þurfi að gera eitthvað aðeins meira áður en „við sendum boltann áfram“ og að bankinn muni nota þau tæki sem hann hafi sé þörf á því. Þetta var á meðal þess sem kom fram á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.

Ætti að vera nóg til að ná verðbólgu niður

Vextir á Íslandi | 23. nóvember 2022

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hækkun stýrivaxta upp í 6% sem tilkynnt var í dag ætti að vera nóg til að ná verðbólgu niður í markmið á ásættanlegum tíma. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, en hann tekur þó fram að mögulega þurfi að gera eitthvað aðeins meira áður en „við sendum boltann áfram“ og að bankinn muni nota þau tæki sem hann hafi sé þörf á því. Þetta var á meðal þess sem kom fram á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.

Hækkun stýrivaxta upp í 6% sem tilkynnt var í dag ætti að vera nóg til að ná verðbólgu niður í markmið á ásættanlegum tíma. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, en hann tekur þó fram að mögulega þurfi að gera eitthvað aðeins meira áður en „við sendum boltann áfram“ og að bankinn muni nota þau tæki sem hann hafi sé þörf á því. Þetta var á meðal þess sem kom fram á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.

Fyrr um morguninn hafði verið tilkynnt um 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta, en þeir hækkuðu einnig um 0,25 prósentustig í október. Hafði hækkunin þó verið nokkuð skarpari það sem af var ári og mátti ráða í orð seðlabankastjóra í október að mögulega væri hámarkinu náð og nefndi hann í því sambandi að boltinn væri nú hjá aðilum vinnumarkaðarins og ríkisvaldinu.

Vaxtahækkanir ekki gleðiefni

Ásgeir sagði hækkunin núna styðja við markmið bankans og það sem áður hafi verið sagt og að það væri „algjörlega skýrt“ að brugðist væri við ef þess þyrfti. Hann sagði samt ekkert hafa sérstakan áhuga á vaxtahækkunum. „Það er ekki gleðiefni að gera það.“

Varðandi kjarasamninga og áhrif á framtíðar ákvarðanir um vaxtabreytingar sagði Ásgeir að það væru sameiginlegir hagsmunir allra aðila að halda verðstöðugleika. Þá sagði hann að þegar búið væri að semja kæmi það til Seðlabankans að viðhalda verðgildi þeirra króna sem samið væri um. „Kaupmáttur króna sem samið er um, það veltur á okkur,“ sagði hann og bætti við að ekki væri hægt að lofa neinu um að hækka ekki vexti þar sem Seðlabankinn væri sjálfstæður að störfum og myndi bregðast við væri það nauðsynlegt.

Meirihluti hækkað um meira en 6%

Verðbólga mældist 9,4% í október eftir að hafa hæst farið í 9,9% í júlí. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, vakti þó athygli á því að undirliggjandi verðbólguþrýstingur væri greinilega mikill og að miklar verðhækkanir hefðu verið á stærri hluta undirliða sem mældir væru. Þannig hefði 59% af öllum undirliðum verðbólgunnar hækkað um meira en 6% á tímabilinu og að verðbólgan væri að verða víðfeðmari en áður.

Þórarinn sagði einnig að könnun um verðbólguvæntingar sýndi að æ fleiri fyrirtæki og heimili væru að vænta töluvert mikillar verðbólgu næstu fimm árin og það væri vísbending um að kjölfesta verðbólguvæntinga hafi veikst. Sagði hann að ef þessi kjölfesta væri að veikjast hefði það þau áhrif að magna upp áhrif kostnaðarskella og gerði áhrifin þrálátari. Þannig gæti verðhækkun orðið nokkuð meiri til lengri tíma þegar hækkun verði á innflutningsverðlag.

Telja verðbólguna hafa náð hámarki

Ásgeir tók þó fram að Seðlabankinn teldi verðbólguna hafa náð hámarki og að hún væri að hnigna. Sagði hann að bankinn gerði ráð fyrir, miðað við stýrivaxtahækkunina, að takast ætti að ná verðbólgunni aftur í markmið á ásættanlegum tíma þannig að hún færi ekki að grafa um sig. Sagði hann að þeim mun minna sem þyrfti að hækka vexti til að ná markmiðinu, þeim mun minni kostnaður væri fyrir hagkerfið.

Þórarinn sagði að hægt hefði aðeins á vinnumarkaði undanfarið og störfum hefði fækkað lítillega á milli ársfjórðunga. Þau væru þó enn 3,7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Þórarinn sagði þá að vinnumarkaðurinn hefði líklega náð toppnum þegar horft væri til lausra starfa, en þau mældust níu þúsund á þriðja ársfjórðungi og fækkaði aðeins á milli fjórðunga. Hins vegar væri ríflega eitt laust starf á hvern þann sem væri atvinnulausan og það væri áfram næst hæsta hlutfallið sem mælst hefði verið síðan þessar tölur voru fyrst skoðaðar. Hæsta hlutfallið hefði mælst núna fyrr á árinu.

mbl.is