Bjóst við sólarhrings rafmagnsleysi

Úkraína | 23. nóvember 2022

Bjóst við sólarhrings rafmagnsleysi

Rafmagn er aftur komið á í Lvív í vesturhluta Úkraínu og var ástandið í borginni í dag ekki nærri því eins slæmt og lýsingar í alþjóðlegum fjölmiðlum hafa gefið til kynna, að sögn Margeirs Péturssonar, sem búsettur er þar.

Bjóst við sólarhrings rafmagnsleysi

Úkraína | 23. nóvember 2022

Rafmagnið fór af Lvív í dag í kjölfar árásar Rússa.
Rafmagnið fór af Lvív í dag í kjölfar árásar Rússa. AFP/Jurí Djatsjísjín

Rafmagn er aftur komið á í Lvív í vesturhluta Úkraínu og var ástandið í borginni í dag ekki nærri því eins slæmt og lýsingar í alþjóðlegum fjölmiðlum hafa gefið til kynna, að sögn Margeirs Péturssonar, sem búsettur er þar.

Rafmagn er aftur komið á í Lvív í vesturhluta Úkraínu og var ástandið í borginni í dag ekki nærri því eins slæmt og lýsingar í alþjóðlegum fjölmiðlum hafa gefið til kynna, að sögn Margeirs Péturssonar, sem búsettur er þar.

Rafmagnið fór af í þrjá klukkutíma í dag eftir flugskeytaárásir Rússa á borgina og varð vatnsveitukerfið sömuleiðis fyrir tjóni. Íbúar höfðu verið varaðir við því að rafmagnsleysið gæti varað í allt að sólarhring en svo reyndist ekki.

Margeir var að horfa á heimsmeistaramót karla í knattspyrnu þegar blaðamaður sló á þráðinn en rafmagnsleysið hafði ekki mikil áhrif á daginn hans. Það hafi að vísu verið óþægilegt þegar að götulýsingin sló út en nú gengur „allt saman“ í borginni.

„Þetta er óþægilegt en ekki neitt miðað við það sem íbúar í öðrum hlutum landsins hafa þurft að þola,“ segir Margeir og bætir við að árásin í dag geri lítið annað en að herða Úkraínumenn í samstöðu sinni.

Rafmagnslaust í 12 tíma í október

Rússar hafa staðið fyrir umfangsmiklum árásum á orkumannvirki í Úkraínu og hafa stjórnvöld gripið til þeirra ráða að skammta íbúum rafmagn til að mæta eftirspurn. 

Rafmagnið hefur tvisvar áður farið af borginni Lvív frá því að stríðið hófst en í bæði skiptin varaði rafmagnsleysið lengur en í dag, fyrir viku var rafmagnslaust í fjóra tíma og 10. október var rafmagnslaust í 12 tíma. 

Margeir segir fyrirtæki í borginni ágætlega undirbúin fyrir veturinn enda mörg með varaaflstöð, þar á meðal bankinn sem Margeir starfar fyrir. „Bankinn er alltaf uppi.“

mbl.is