Funda áfram þrátt fyrir titring

Kjaraviðræður | 23. nóvember 2022

Funda áfram þrátt fyrir titring

Starfsgreinasambandið (SGS), VR og LÍV (Landssamband íslenskra verslunarmanna) munu funda áfram með Samtökum atvinnulífsins klukkan tíu í fyrramálið, þrátt fyrir titring í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans sem boðuð var í dag. 

Funda áfram þrátt fyrir titring

Kjaraviðræður | 23. nóvember 2022

Næsti sáttafundur verður klukkan tíu í fyrramálið.
Næsti sáttafundur verður klukkan tíu í fyrramálið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfsgreinasambandið (SGS), VR og LÍV (Landssamband íslenskra verslunarmanna) munu funda áfram með Samtökum atvinnulífsins klukkan tíu í fyrramálið, þrátt fyrir titring í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans sem boðuð var í dag. 

Starfsgreinasambandið (SGS), VR og LÍV (Landssamband íslenskra verslunarmanna) munu funda áfram með Samtökum atvinnulífsins klukkan tíu í fyrramálið, þrátt fyrir titring í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans sem boðuð var í dag. 

Hækkunin, sem nemur 0,25 prósentustigum, fór „gríðarlega illa“ í samningamenn verkalýðshreyfingarinnar, en forseti ASÍ sagði í samtali við mbl.is í dag að ákvörðunin gerði viðræðurnar erfiðari.

SGS og VR funda nú með baklandinu 

Samninganefnd SGS fundar þessa stundina með formönnum aðildarfélaganna um allt land, og verður rædd sú staða sem upp er komin. Samninganefnd og forysta VR og LÍV ætluðu líka að funda um málið með sínu baklandi.

Þá kom samninganefnd samflots iðaðar- og tæknimanna til sáttafundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag. 

mbl.is