Hvert er ódýrast að fara í aðventuferð?

Ferðaráð | 23. nóvember 2022

Hvert er ódýrast að fara í aðventuferð?

Oft er betra að skipuleggja ferðalög með góðum fyrirvara, sérstaklega þegar um er að ræða ferðalög yfir hátíðirnar eða rétt fyrir þær. Það er þó ekki of seint í rassinn gripið að skipuleggja aðventuferð. Ferðavefurinn tók saman flug og gistingu í fimm borgum í Evrópu sem vinsælt er að heimsækja fyrir jólin.

Hvert er ódýrast að fara í aðventuferð?

Ferðaráð | 23. nóvember 2022

Ferðavefurinn tók saman verðið á nokkrum ferðum til borga í …
Ferðavefurinn tók saman verðið á nokkrum ferðum til borga í Evrópu fyrstu helgina í desember. Ljósmynd/Unsplash

Oft er betra að skipuleggja ferðalög með góðum fyrirvara, sérstaklega þegar um er að ræða ferðalög yfir hátíðirnar eða rétt fyrir þær. Það er þó ekki of seint í rassinn gripið að skipuleggja aðventuferð. Ferðavefurinn tók saman flug og gistingu í fimm borgum í Evrópu sem vinsælt er að heimsækja fyrir jólin.

Oft er betra að skipuleggja ferðalög með góðum fyrirvara, sérstaklega þegar um er að ræða ferðalög yfir hátíðirnar eða rétt fyrir þær. Það er þó ekki of seint í rassinn gripið að skipuleggja aðventuferð. Ferðavefurinn tók saman flug og gistingu í fimm borgum í Evrópu sem vinsælt er að heimsækja fyrir jólin.

Ferðavefurinn bar saman verð á flugi, fram og til baka án millilendingar fyrir tvo fullorðna, og verð á þremur nóttum á hóteli fyrstu helgina í desember, 1. til 4. desember. Notast var við leitarvél Google Flights og Booking.com.

Berlín

Berlín er einstaklega heillandi borg, þá sérstaklega fyrir jólin. Í Þýskalandi er að finna marga af flottustu jólamörkuðum Evrópu og í Berlín er að finna nokkra þeirra. Sá stærsti þeirra er Spandau, en fjöldi minni jólamarkaða er finna í borginni.

Ódýrasta flugið án millilendingar þessa helgina var með Play og kostar 159 þúsund krónur fyrir tvo fram og til baka. Inni í verðinu er ekki gjald fyrir tösku og sæti. Hótel í grennd við miðborgina, Hotel Berlin Berlin, kostar 74.749 krónur. Þrjár nætur og  fyrir tvo fullorðna, en um er að ræða tilboð í tilefni af svörtum föstudegi.

Samtals fyrir tvo: 233.749 krónur

London

London er mikil jólaborg og mikið að sjá og gera fyrir jólin í borginni. Hyde Park verður til dæmis kominn í jólabúninginn 2. desember. Fyrir Harry Potter-aðdáendur er svo ómissandi að sjá Hogwarts í vetrarbúningi í Warner Bros. Studios. 

Ódýrasta flugið til London fyrir tvo til London þessa helgi var með Easy Jet og kostar 45 þúsund krónur, án tösku. Þrjár nætur á þriggja stjörnu hóteli í grennd við miðborgina, Heeton Concept Hotel, kostar 119.844 krónur.

Samtals fyrir tvo: 164.844 krónur

Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn er einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga á aðventunni. Það er ekki að ástæðulausu, enda mikil jólastemning í borginni. Jólin eru komin í tívolíinu og almennur jólabragur yfir Dananum.

Ódýrasta flugið til Kaupmannahafnar var með Play og kostar það 157 þúsund krónur, án tösku. Þrjár nætur á þriggja stjörnu hóteli í miðborginni, Hotel Christian IV, kostar 87.486 krónur. 

Samtals: 244.486 krónur

Helsinki 

Helsinki er algjör paradís á veturnar. Jólamarkaðurinn, Tuomaan Markkinat, opnar einmitt 1. desember. Til að vega upp á móti kuldanum er sannarlega notalegt að skella sér svo í sánuna, en þær eru ekki af skornum skammti í Finnlandi.

Ódýrasta flugið til Helsinki án millilendingar var með Icelandair og kostar 181 þúsund krónur, án tösku. Þrjár nætur á þriggja stjörnu hóteli í miðborginni, Omena Hotel Lönnrotinkatu, kostar 44.496 krónur. 

Samtals: 225.496 krónur

Gdansk

Það er ódýrt að versla jólagjafirnar á einu bretti í Gdansk, en þar er að finna allar helstu verslanirnar. Í borginni er einstaklega fallegur jólamarkaður, á Targ Węglowy, sem vert er að kíkja á.

Ekki er hægt að fljúga beint til Gdansk á þessum tíma. Hins vegar kostar flug með millilendingu í Kaupmannahöfn, fyrir tvo, án tösku, 184.910 krónur, með Icelandair og SAS. Þrjár nætur á þriggja stjörnu hóteli í gamla bænum í Gdansk, Black Swan House, kostar 27.840 krónur.

Samtals: 212.750 krónur

mbl.is