Nýfætt barn fórst í flugskeytaárás Rússa

Úkraína | 23. nóvember 2022

Nýfætt barn fórst í flugskeytaárás Rússa

Nýfætt barn lést eftir að flugskeyti Rússa lenti á fæðingardeild í héraðinu Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu, sem rússneskt yfirvöld segjast hafa innlimað.

Nýfætt barn fórst í flugskeytaárás Rússa

Úkraína | 23. nóvember 2022

Viðbragðsaðilar ganga framjá fjölbýlishúsi í Zaporizhzhia 9. október síðastliðinn.
Viðbragðsaðilar ganga framjá fjölbýlishúsi í Zaporizhzhia 9. október síðastliðinn. AFP/Maryna Moseyenko

Nýfætt barn lést eftir að flugskeyti Rússa lenti á fæðingardeild í héraðinu Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu, sem rússneskt yfirvöld segjast hafa innlimað.

Nýfætt barn lést eftir að flugskeyti Rússa lenti á fæðingardeild í héraðinu Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu, sem rússneskt yfirvöld segjast hafa innlimað.

Úkraínskir viðbragðsaðilar greindu frá þessu.

Í nótt „í borginni Vilniansk í héraðinu Zaporizhzhia eftir flugskeytaárás á svæði þar sem sjúkrahúsið er, var tveggja hæða bygging þar sem fæðingardeildin er til húsa eyðilögð,“ sögðu viðbragðsaðilarnir á samfélagsmiðlum.

Þeir bættu við að í byggingunni hafi verið „kona sem nýbúin að fæða barn og einnig læknir“. Barnið hafi látist en konunni og lækninum hafi verið bjargað úr rústunum. Fyrstu upplýsingar benda til þess að ekki leynist fleiri í rústunum.

Selenskí Úkraínuforseti.
Selenskí Úkraínuforseti. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi árásina harðlega.

„Óvinurinn hefur enn og aftur ákveðið að reyna að ná árangri með hryllingi og morði en það hefur ekki tekist í níu mánuði og það mun ekki takast,“ sagði Selenskí.

mbl.is