Styðja Úkraínu eins lengi og þörf krefur

Úkraína | 23. nóvember 2022

Styðja Úkraínu eins lengi og þörf krefur

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að bæta enn við stuðninginn til handa úkraínska hernum sem stendur í stórræðum vegna innrásar Rússa. 

Styðja Úkraínu eins lengi og þörf krefur

Úkraína | 23. nóvember 2022

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP/Karim Jaafar

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að bæta enn við stuðninginn til handa úkraínska hernum sem stendur í stórræðum vegna innrásar Rússa. 

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að bæta enn við stuðninginn til handa úkraínska hernum sem stendur í stórræðum vegna innrásar Rússa. 

Bandaríska utanríkisráðuneytið greindi frá því í dag að Bandaríkin myndu senda vopn og búnað til Úkraínu sem verðleggja megi á 400 milljónir dollara eða tæpa 57 milljarða króna.

Meginmarkmiðið er að styðja Úkraínu við að verjast stöðugum árásum Rússlands samkvæmt tilkynningunni. 

Aðstoð Bandaríkjamanna við Úkraínumenn má nú verðleggja samtals á tæpa 200 milljarða dollara. Í tilkynningunni er haft eftir utanríkisráðherranum Antony Blinken að Bandaríkin muni halda stuðningi sínum áfram eins lengi og þörf krefur. 

mbl.is