Vaxtahækkun truflar kjaraviðræður

Kjaraviðræður | 23. nóvember 2022

Vaxtahækkun truflar kjaraviðræður

Samtök atvinnulífsins (SA) telja að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi sett kjaraviðræður við VR, Starfsgreinasambandið og Landsamband verslunarmanna í uppnám og að tímasetningin hafi verið afleit.

Vaxtahækkun truflar kjaraviðræður

Kjaraviðræður | 23. nóvember 2022

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kemur til kjaraviðræðna í Karphúsinu.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kemur til kjaraviðræðna í Karphúsinu. Kristinn Magnússon

Samtök atvinnulífsins (SA) telja að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi sett kjaraviðræður við VR, Starfsgreinasambandið og Landsamband verslunarmanna í uppnám og að tímasetningin hafi verið afleit.

Samtök atvinnulífsins (SA) telja að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi sett kjaraviðræður við VR, Starfsgreinasambandið og Landsamband verslunarmanna í uppnám og að tímasetningin hafi verið afleit.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við mbl.is að vaxtahækkunin hafi sett samningaferlið í hættu, en færa megi rök fyrir því að Seðlabankinn vinni gegn eigin verðbólgumarkmiði með vaxtaákvörðuninni í morgun. Þá voru stýrivextir hækkaðir um 0,25 prósentustig og nema nú 6,0%.

„Vinnumarkaðurinn er stærsti áhættuþátturinn og með því að varpa sprengju inn í kjarasamningsgerðina er Seðlabankinn að glefsa í sjálfan sig,“ segir Halldór Benjamín og vísar þar til mats Seðlabankans sjálfs á því hvað helst geti orðið til þess að blása frekara lífi í verðbólguglæður.

Hann segir að þar sé hann ekki aðeins að lýsa áliti SA. „Í þessu mati er samhljómur milli viðsemjenda okkar og Samtaka atvinnulífsins. Þeir sem vel til þekkja vita að það gerist ekki oft,“ segir Halldór Benjamín og bætir við:

„Seðlabanki, sem stendur frammi fyrir því að tapa trúverðugleika sínum gagnvart aðilum vinnumarkaðarins, er Seðlabanki í vanda staddur og það er því miður mat mitt núna. Það er grafalvarleg staða.“

mbl.is