„Ætlum ekki að horfa upp á þennan hrylling“

Mótmæli í Íran | 24. nóvember 2022

„Ætlum ekki að horfa upp á þennan hrylling“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segist vona og vita að Sameinuðu þjóðirnar sendi mikilvæg skilaboð til kvenna og í Íran, og þeim sem hætta lífi sínu í Íran, með því að setja á fót sjálfstæða rannsóknarnefnd. Ályktun Íslands og Þýskalands þess efnis var samþykkt í dag.

„Ætlum ekki að horfa upp á þennan hrylling“

Mótmæli í Íran | 24. nóvember 2022

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að senda út …
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að senda út skilaboð til íranskra kvenna. mbl.is/Hákon Pálsson

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segist vona og vita að Sameinuðu þjóðirnar sendi mikilvæg skilaboð til kvenna og í Íran, og þeim sem hætta lífi sínu í Íran, með því að setja á fót sjálfstæða rannsóknarnefnd. Ályktun Íslands og Þýskalands þess efnis var samþykkt í dag.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segist vona og vita að Sameinuðu þjóðirnar sendi mikilvæg skilaboð til kvenna og í Íran, og þeim sem hætta lífi sínu í Íran, með því að setja á fót sjálfstæða rannsóknarnefnd. Ályktun Íslands og Þýskalands þess efnis var samþykkt í dag.

Nefndin mun safna gögnum um byltinguna sem á sér nú stað í Íran og hefur staðið yfir síðan í september. Stjórnvöld þar í landi hafa virt mannréttindi að vettugi og ráðist að mótmælendum en á þriðja hundrað hafa látist í átökunum.

„Líður nokkuð vel með daginn með það í huga“

„Þarna fær þetta fólk [mótmælendur] sterk skilaboð frá alþjóðasamfélaginu um að við stöndum með þeim og ætlum ekki að horfa upp á þennan hrylling heldur grípa til aðgerða. Mér líður nokkuð vel eftir daginn með það í huga.“

Lykilatriði sé að gagnanna sé aflað með réttum hætti og að hægt sé að nýta þau til þess að draga menn til ábyrgðar. Það verði einkum utan lögsögu Írans, enda sé ekki hægt að gera sér væntingar um að íranskt réttarkerfi taki slíkt að sér.

„Skilaboðin sem við sendum út, fyrst og síðast til fólksins í Íran, skipta mjög miklu máli. Viðbrögðin hafa verið eftir því líka.“ 

mbl.is