Byrjaði að mála þegar sonurinn fékk krabbamein

Framakonur | 24. nóvember 2022

Byrjaði að mála þegar sonurinn fékk krabbamein

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur síðustu ár búið bæði hérlendis og í Búlgaríu. Hún hefur verið á Íslandi síðan í sumar en erfiðar tilfinningar bönkuðu upp á þegar sonur hennar greindis með krabbamein. Til þess að reyna að róa hugann fór hún að mála myndir.

Byrjaði að mála þegar sonurinn fékk krabbamein

Framakonur | 24. nóvember 2022

Ásdís Rán Gunnarsdóttir tók fram trönurnar þegar sonur hennar greindist …
Ásdís Rán Gunnarsdóttir tók fram trönurnar þegar sonur hennar greindist með krabbamein.

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur síðustu ár búið bæði hérlendis og í Búlgaríu. Hún hefur verið á Íslandi síðan í sumar en erfiðar tilfinningar bönkuðu upp á þegar sonur hennar greindis með krabbamein. Til þess að reyna að róa hugann fór hún að mála myndir.

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur síðustu ár búið bæði hérlendis og í Búlgaríu. Hún hefur verið á Íslandi síðan í sumar en erfiðar tilfinningar bönkuðu upp á þegar sonur hennar greindis með krabbamein. Til þess að reyna að róa hugann fór hún að mála myndir.

„Ég er búin að vera á Íslandi síðan í júlí. Ég hef alltaf haft gaman að því að mála í frítíma mínum en það var ekki fyrr en ungur sonur minn veiktist alvarlega af krabbameini í sumar að ég fór að eyða miklum tíma í þetta. Hann var margar vikur inn og út af spítala og ég náði einhvernvegin að halda geðheilsunni og fá smá hugarró með því að dreifa huganum og mála á kvöldin þangað til ég fór að sofa,“ segir Ásdís Rán. 

Ásdís Rán notar akrýl-liti í verkin sín. 

„Nú er ég að gefa út litla hönnunarlínu með verkum í hinum ýmsu stærðum, formum og litum sem kallasttexturedart. Þetta er meira upp á punt til að lífga upp heimilið. Það eru nokkrar myndir í boði núna en ég reikna með að bæta við einu til tveimur verkum á viku. Svo getur fólk líka haft samband við mig ef það vill sérhönnuð stór texture verk eða sérhannaðar gjafir,“ segir hún.

Ásdís Rán er mjög skapandi eins og sást best á …
Ásdís Rán er mjög skapandi eins og sást best á vörumerki hennar IceQueen.

Frá unga aldri hefur Ásdís Rán fengist við vöru-og fatahönnun en árið 2010 stofnaði hún fyrir vörumerki sitt IceQueen. 

„Vörumerkið var selt víða um heim, bæði hérlendis og erlendis, en það samanstóð af snyrtivörum, förðunarvörum, undirfötum og fatnaði. Ég hef alltaf fundið mína ástríðu í listrænni sköpun og hönnun og þar að auki tengist það mikið mínum fyrirsætustörfum um allan heim þar sem ég fæ að verkstýra flestum mínum tökum fyrir erlend blöð og verkefni. Nú flyt ég mig yfir í handgerðu listina og fæ vonandi að gleðja fólk með litum og formum í framtíðinni,“ segir Ásdís Rán. 

Hægt er að skoða verkin hennar Ásdísar Ránar HÉR. 

 

 

Hér má sjá litríkt verk eftir Ásdísi Rán.
Hér má sjá litríkt verk eftir Ásdísi Rán.
mbl.is