Sagði Ísland misnota stöðu sína í mannréttindaráðinu

Mótmæli í Íran | 24. nóvember 2022

Sagði Ísland misnota stöðu sína í mannréttindaráðinu

Fulltrúi Íran í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sagði Ísland og Þýskaland misnota stöðu sína í ráðinu með því að kalla til aukafundar vegna ástands mann­rétt­inda­mála í Íran í ljósi fram­göngu þarlendra yf­ir­valda gegn friðsöm­um mót­mæl­end­um und­an­farn­ar vik­ur.

Sagði Ísland misnota stöðu sína í mannréttindaráðinu

Mótmæli í Íran | 24. nóvember 2022

Khadijeh Karimi, varaforseti Íran í málefnum kvenna- og fjölskyldna, á …
Khadijeh Karimi, varaforseti Íran í málefnum kvenna- og fjölskyldna, á fundinum í dag. Skjáskot

Fulltrúi Íran í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sagði Ísland og Þýskaland misnota stöðu sína í ráðinu með því að kalla til aukafundar vegna ástands mann­rétt­inda­mála í Íran í ljósi fram­göngu þarlendra yf­ir­valda gegn friðsöm­um mót­mæl­end­um und­an­farn­ar vik­ur.

Fulltrúi Íran í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sagði Ísland og Þýskaland misnota stöðu sína í ráðinu með því að kalla til aukafundar vegna ástands mann­rétt­inda­mála í Íran í ljósi fram­göngu þarlendra yf­ir­valda gegn friðsöm­um mót­mæl­end­um und­an­farn­ar vik­ur.

Hörð mót­mæli gegn klerka­stjórn­inni hafa geisað í land­inu eft­ir dauða hinn­ar 22 ára gömlu Mahsa Am­ini.

„Íran þykir það miður að mannréttindaráð sé misnotað af hrokafullum ríkjum til þess að gera aðildarríki SÞ að óvini,“ sagði Khadijeh Karimi, varaforseti Íran í málefnum kvenna- og fjölskyldna, og bætti við að Íran myndi alltaf skuldbinda sig við að fylgja eftir mannréttindasáttmála SÞ. 

Hún minntist þó aðeins á að Þjóðverjar væru að misnota stöðu sína með því að kalla til fundarins, en fundurinn var haldinn að beiðni bæði Íslands og Þýskalands. 

Hvatvísar aðgerðir vestrænna ríkja

Sagði Karimi að eftir dauða Amini hafi verið tekið til viðeigandi ráðstafana í Íran en vestræn ríki hafi ráðist í hvatvísar aðgerðir gegn ríkinu. Þessar aðgerðir vestrænna ríkja leiddu til þess að friðsöm mótmæli breyttust í óeirðir að sögn fulltrúans. 

Hún ásakaði vestræna fjölmiðla og samfélagsmiðla um dreifa falsfréttum um stöðuna í Íran. Það hafi leitt til þess að fjöldi lögreglumanna hafi látist í átökum. 

Karimi sagði vestræn ríki „skorta siðferðilegan trúverðugleika“ til að gagnrýna stjórnvöld í Íran.

mbl.is