Úkraínsk börn í skotheld vesti

Úkraína | 24. nóvember 2022

Úkraínsk börn í skotheld vesti

Fyrirtækið Lviv Defense Cluster í Úkraínu hefur hannað skothelt vesti og hjálm fyrir börn allt niður í fjögurra ára. Hugmyndin með þessum búnaði er að verja börn sem verið er að flytja milli staða, svo sem frá átakasvæðum, og eru vestin búin taugum sem auðvelda að bera barn í vestinu ef nauðsyn krefur.

Úkraínsk börn í skotheld vesti

Úkraína | 24. nóvember 2022

Svona lítur búnaðurinn út, létt og meðfærilegt vesti en stúlka …
Svona lítur búnaðurinn út, létt og meðfærilegt vesti en stúlka sem NRK ræddi við kvað fjögurra kílógramma þungan hjálminn ekki eins þægilegan. Ljósmynd/Lviv Defense Cluster

Fyrirtækið Lviv Defense Cluster í Úkraínu hefur hannað skothelt vesti og hjálm fyrir börn allt niður í fjögurra ára. Hugmyndin með þessum búnaði er að verja börn sem verið er að flytja milli staða, svo sem frá átakasvæðum, og eru vestin búin taugum sem auðvelda að bera barn í vestinu ef nauðsyn krefur.

Fyrirtækið Lviv Defense Cluster í Úkraínu hefur hannað skothelt vesti og hjálm fyrir börn allt niður í fjögurra ára. Hugmyndin með þessum búnaði er að verja börn sem verið er að flytja milli staða, svo sem frá átakasvæðum, og eru vestin búin taugum sem auðvelda að bera barn í vestinu ef nauðsyn krefur.

Vegur vestið tvö kílógrömm og hjálmurinn fjögur, búnaðurinn uppfyllir tæknilegar kröfur Atlantshafsbandalagsins og hefur úkraínski herinn framkvæmt á honum prófanir til að ganga úr skugga um verndareiginleika hans.

„Við þurftum að flytja alla fjölskylduna frá Karkív vegna sprengjuregns frá Rússum. Ég vildi óska að við hefðum haft svona vesti þá,“ segir Aleksander Csehunov, sem starfar við að framleiða vestin, í samtali við norska ríkisútvarpið NRK.

Þykir hjálmurinn vega þungt

Sjö ára stúlka, Dottera Angelika, hefur lært hvernig fara skal í vestið og er orðin eldfljót að því. „Þetta er ekkert óþægilegt. Ég get gengið, setið og leikið mér í vestinu. Hjálmurinn er verri, hann er mjög þungur,“ útskýrir hún.

Liturinn er til að taka af öll tvímæli um að …
Liturinn er til að taka af öll tvímæli um að þar fari almennur borgari, ekki hermaður. Ljósmynd/Heimasíða Lviv Defense Cluster


Hönnun vestisins ber keim af hefðbundnum björgunarvestum sem notuð eru til sjós. Útlitið á þar með að sýna að sá sem vestið ber er almennur borgari, ekki hermaður. Til að gera vestin létt og meðfærileg innihalda þau plötur úr pólýetýleni en ekki stálplötur sem hefðbundnari eru.

Rúmlega 500 vesti frá Lviv Defense Cluster voru notuð við rýmingu bæjanna Mykolajiv, Bakhmut og Dónetsk. „Herinn safnar vestunum svo saman eftir notkun og kemur þeim til nýrra staða þar sem þörf er á,“ segir Anton Fedchenko, upplýsingafulltrúi framleiðandans, og greinir enn fremur frá því að vestin séu ekki söluvara. Fyrirtækið safnar peningum til að standa undir framleiðslunni og gefur hernum svo vestin.

NRK

Technology.org

Radio Free Europe

mbl.is