Gefa sér skamman tíma

Kjaraviðræður | 25. nóvember 2022

Gefa sér skamman tíma

Samninganefndir samflots Starfsgreinasambandsfélaganna og verslunarmanna annars vegar og samflots iðnaðar- og tæknifólks hins vegar funduðu fram á kvöld ásamt Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi undir stjórn ríkissáttasemjara.

Gefa sér skamman tíma

Kjaraviðræður | 25. nóvember 2022

Vil­hjálms Birg­is­son­ar, for­maður Starfs­greina­sam­bands­ins, að fundi loknum í Stjórnarráðinu.
Vil­hjálms Birg­is­son­ar, for­maður Starfs­greina­sam­bands­ins, að fundi loknum í Stjórnarráðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samninganefndir samflots Starfsgreinasambandsfélaganna og verslunarmanna annars vegar og samflots iðnaðar- og tæknifólks hins vegar funduðu fram á kvöld ásamt Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi undir stjórn ríkissáttasemjara.

Samninganefndir samflots Starfsgreinasambandsfélaganna og verslunarmanna annars vegar og samflots iðnaðar- og tæknifólks hins vegar funduðu fram á kvöld ásamt Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi undir stjórn ríkissáttasemjara.

Stóðu fundahöld enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Kjaraviðræður hafa verið á viðkvæmu stigi eins og fram hefur komið eftir vaxtahækkun Seðlabankans í fyrradag.

Í gærmorgun fór fram fundur utan dagskrár, þegar Katrín Jakobsdóttir boðaði aðila vinnumarkaðarins á fund í Stjórnarráðinu.

Samningsaðilar stefna fyrst og fremst á skammtímasamning í erfiðri stöðu eins og fram hefur komið. Til stendur að fundað verði stíft á næstunni.

Samkvæmt heimildum mbl.is virðist tónninn í mönnum hafa verið mildari í gær en í fyrradag, þegar tilkynnt var um stýrivaxtahækkun hjá Seðlabankanum.

Samningsaðilar ætla þó að gefa sér skamman tíma til að reyna að ná samningum þótt „himinn og haf sé á milli hækkana“ eins og einn verkalýðsforingi innan SGS komst að orði.

mbl.is