Kemur ekki til greina að skerða skiptaprósentu

Kjaraviðræður | 25. nóvember 2022

Kemur ekki til greina að skerða skiptaprósentu

Aðalástæða þess að ekki hefur tekist að landa kjarasamningi milli sjómanna og útgerða er krafa sjómanna um aukið mótframlag í lífeyrissjóð til jafns við aðra launþega. „Okkur finnst útgerðin hafa borð fyrir báru að klára þessi mál við okkur. Við höfum boðið þeim að taka þetta inn á einhverjum árum,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

Kemur ekki til greina að skerða skiptaprósentu

Kjaraviðræður | 25. nóvember 2022

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ekki koma til greina …
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ekki koma til greina að sjómenn taki á sig lækkaða skiptaprósentu gegn því að mótframlag verði hækkað til jafns við aðra launþega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalástæða þess að ekki hefur tekist að landa kjarasamningi milli sjómanna og útgerða er krafa sjómanna um aukið mótframlag í lífeyrissjóð til jafns við aðra launþega. „Okkur finnst útgerðin hafa borð fyrir báru að klára þessi mál við okkur. Við höfum boðið þeim að taka þetta inn á einhverjum árum,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

Aðalástæða þess að ekki hefur tekist að landa kjarasamningi milli sjómanna og útgerða er krafa sjómanna um aukið mótframlag í lífeyrissjóð til jafns við aðra launþega. „Okkur finnst útgerðin hafa borð fyrir báru að klára þessi mál við okkur. Við höfum boðið þeim að taka þetta inn á einhverjum árum,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

„Krafan frá útgerðinni er sú – eftir að við sigldum okkur niður á það að við vildum fá þessi lífeyrissjóðsréttindi – að það eigi að koma á móti skerðing á skiptaprósentu til sjómanna. Það kemur ekki til greina í okkar huga. Við vitum að þetta hækkar launakostnað hjá útgerðinni en við teljum okkur eiga þetta inni,“ segir Valmundur

Lesa má viðtalið við Valmund í Morgunblaðinu.

mbl.is