„Mjög miður“ að kjaraviðræðum sé slitið

Kjaraviðræður | 25. nóvember 2022

„Mjög miður“ að kjaraviðræðum sé slitið

„Mér finnst það mjög miður að hafi orðið sú raunin hjá VR að slíta viðræðunum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í morgun eftir ríkisstjórnarfund um stöðuna sem hefur komið upp í kjaraviðræðum VR við SA.

„Mjög miður“ að kjaraviðræðum sé slitið

Kjaraviðræður | 25. nóvember 2022

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum fundi í Ráðherrabústaðnum í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum fundi í Ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér finnst það mjög miður að hafi orðið sú raunin hjá VR að slíta viðræðunum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í morgun eftir ríkisstjórnarfund um stöðuna sem hefur komið upp í kjaraviðræðum VR við SA.

„Mér finnst það mjög miður að hafi orðið sú raunin hjá VR að slíta viðræðunum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í morgun eftir ríkisstjórnarfund um stöðuna sem hefur komið upp í kjaraviðræðum VR við SA.

Katrín segir að ríkisstjórnin hafi þó ekki rætt málið sérstaklega á fundi þeirra í morgun.

„Þetta gerðist auðvitað bara á meðan við vorum [að funda]. En auðvitað fórum við yfir þetta í tengslum við tíðindi gærdagsins. Það er auðvitað bara þannig að vaxtahækkunin er ákvörðun og hlutverk Seðlabankans. Þau fara með þetta lögbundna hlutverk – ákveða vexti og halda verðbólgumarkmiði. Hins vegar er alveg ljóst að þessi ákvörðun hleypti málum í ákveðið uppnám við kjaraborðið.“

Katrín fundaði með aðilum vinnumarkaðarins í Stjórnarráðinu í gær.

Kom ákvörðun VR þér á óvart í ljósi fundarins í gær?

„Fundurinn með forystumönnum var bara mjög góður og þar fór ég yfir hvað stjórnvöld geta gert til þess að leggja sitt að mörkum og greiða fyrir lausn. En auðvitað er það svo að fyrst þurfa auðvitað samningsaðilar að ná saman áður en stjórnvöld koma að,“ segir Katrín að lokum.

mbl.is