Utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands bráðkvaddur

Sergei Lavrov átti bókaðan fund með Makei eftir helgi.
Sergei Lavrov átti bókaðan fund með Makei eftir helgi. AFP/Utanríkisráðuneyti Rússlands

Vladimír Makei utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands hefur orðið bráðkvaddur. Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins í Hvíta-Rússlandi, Anatólí Glas.

Makei hafði verið utanríkisráðherra í landinu frá árinu 2012 og til stóð að hann myndi funda með kollega sínum frá Rússlandi, Sergei Lavrov, á mánudaginn.

Hvíta-Rússland á landamæri bæði að Rússlandi og Úkraínu en Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, er náinn samherji Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert