„Frelsið mun sigra“

Kórónuveiran Covid-19 | 27. nóvember 2022

Áfram mótmælt í Kína

Hundruðir nemenda í Tsinghua háskólanum í Peking í Kína mótmæltu útgöngubanni vegna Covid-19 fyrir hádegi í dag.

Áfram mótmælt í Kína

Kórónuveiran Covid-19 | 27. nóvember 2022

Frá mótmælum í Sjanghaí.
Frá mótmælum í Sjanghaí. AFPTV/AFP

Hundruðir nemenda í Tsinghua háskólanum í Peking í Kína mótmæltu útgöngubanni vegna Covid-19 fyrir hádegi í dag.

Hundruðir nemenda í Tsinghua háskólanum í Peking í Kína mótmæltu útgöngubanni vegna Covid-19 fyrir hádegi í dag.

Sjónarvottur segir nemendur hafa komið saman með skilti fyrir utan matsal háskólans og að sífellt fleiri hafi bæst í hópinn eftir því sem leið á. Taldi hann fjöldann vera kominn upp í 200 til 300 manns.

Mótmælendur sungu þjóðsönginn og hrópuðu stöðugt „Frelsið mun sigra!“ að sögn sjónarvottsins.

Mótmæli hafa brotist út víða um helgina í Kína þar sem strangar samkomutakmarkanir eru enn í gildi vegna Covid-19. Yfirlýst markmið stjórnvalda er að útrýma Covid-smitum. 

mbl.is