Svona er rútína vonarstjörnu enska boltans

Heilsurækt | 27. nóvember 2022

Svona er rútína vonarstjörnu enska boltans

Undanfarna mánuði hafa öll augu beinst að norska markahróknum Erling Haaland sem hefur slegið hvert metið á eftir öðru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Erling er 22 ára gamall og kemur frá Bryne í Noregi, en hann spilar sem framherji með Manchestar City. 

Svona er rútína vonarstjörnu enska boltans

Heilsurækt | 27. nóvember 2022

Norska fótboltastjarnan Erling Haaland er í frábæru formi, enda hugar …
Norska fótboltastjarnan Erling Haaland er í frábæru formi, enda hugar hann vel að heilsunni. Samsett mynd

Undanfarna mánuði hafa öll augu beinst að norska markahróknum Erling Haaland sem hefur slegið hvert metið á eftir öðru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Erling er 22 ára gamall og kemur frá Bryne í Noregi, en hann spilar sem framherji með Manchestar City. 

Undanfarna mánuði hafa öll augu beinst að norska markahróknum Erling Haaland sem hefur slegið hvert metið á eftir öðru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Erling er 22 ára gamall og kemur frá Bryne í Noregi, en hann spilar sem framherji með Manchestar City. 

Erling hefur hlotið mikið lof og meðal annars verið kallaður „besti framherji í heimi“ af Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Erling er 22 ára gamall og kemur frá Bryne í Noregi, en hann spilar sem framherji með enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City og er markakóngur liðsins um þessar mundir með 23 mörk í 18 leikjum. 

Mörgum þykir erfitt að skilja hvernig hægt sé að vera þetta góður í að skoða mörk, en svo virðist sem lykillinn að velgengni hans leynist í heilsutengdum venjum hans, svo sem svefni, næringu og æfingarfyrirkomulagi. 

Erling segir góðan svefn vera lykilatriði.
Erling segir góðan svefn vera lykilatriði. AFP

Svefninn númer eitt, tvö og þrjú

Nýverið deildi Erling rútínu sinni með lesendum Daily Mail, en hann hefur unnið hörðum höndum að því að fullkomna venjur sínar svo þær bæti frammistöðu hans. 

Erling er sagður vera heltekinn af góðum svefni sem hann lýsir sem „það mikilvægasta í lífinu“, enda er svefn ein af grunnstoðum heilsunnar, bæði andlegrar og líkamlegrar. Á kvöldin notar fótboltastjarnan gleraugu með appelsínugulu gleri sem verja augu hans fyrir skjábirtu og tryggja eðlilega framleiðslu svefnhormóna. 

Það getur reynst erfitt að ná sambandi við Erling eftir kvöldmat, en til að tryggja sem best svefngæði slekkur hann einnig á raftækjum sínum nokkrum klukkustundum áður en hann fer að sofa, en flest kvöld fer hann að sofa á milli klukkan 22:00 og 22:30.

Eykur einbeitinguna með hugleiðslu

Erling hugar vel að mataræði sínu, en vöðvamassi hans hefur aukist verulega frá því hann yfirgaf Molde árið 2019. Hann er sagður borða allt að sex þúsund hitaeiningar á dag og huga sérstaklega að því að borða próteinrík matvæli í bland við kolvetni í réttu magni. Erling segir marga leikmenn vera hrædda við kolvetni og ætla sér að taka út matvæli á borð við hrísgrjón og pasta úr mataræði sínu. Hann segist ekki hlynntur því, enda séu kolvetni eldsneyti hans til að hlaupa. 

Þá hugar Erlingur sérstaklega að gæði matvæla og reynir eftir bestu getu að borða mat úr nærumhverfi sínu. Hann ólst upp við það í heimabæ sínum að borða innmat úr kúm, sem þykir sérlega næringarríkur, og gerir það enn í dag. 

Erling er ekki ókunnugur orðatiltækinu „æfingin skapar meistarann“ og tekur aukaæfingar til að fullkomna tækni sína í fótboltanum. Hann notar svo hugleiðslu til að hjálpa sér með einbeitingu, en sífellt fleira íþróttafólk hefur bætt hugleiðslu inn í rútínu sína. 

Hugleiðsla hefur hjálpað markahróknum að bæta einbeitingu sína.
Hugleiðsla hefur hjálpað markahróknum að bæta einbeitingu sína. AFP
mbl.is