Áhrifamikill dagur í Kænugarði

Úkraína | 28. nóvember 2022

Áhrifamikill dagur í Kænugarði

„Dagurinn í dag var ótrúlega upplýsandi, áhrifamikill og gagnlegur,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra um ferð sína til Kænugarðs í dag, höfuðborgar Úkraínu, en hún er stödd þar í hópi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

Áhrifamikill dagur í Kænugarði

Úkraína | 28. nóvember 2022

Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra mætti árla morguns með lest til Kænugarðs.
Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra mætti árla morguns með lest til Kænugarðs. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Dagurinn í dag var ótrúlega upplýsandi, áhrifamikill og gagnlegur,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra um ferð sína til Kænugarðs í dag, höfuðborgar Úkraínu, en hún er stödd þar í hópi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

„Dagurinn í dag var ótrúlega upplýsandi, áhrifamikill og gagnlegur,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra um ferð sína til Kænugarðs í dag, höfuðborgar Úkraínu, en hún er stödd þar í hópi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

Hópurinn mætti árla morguns með lest til Kænugarðs. Í kvöld ferðast síðan hópurinn til Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, þar sem utanríkisráðherrafundur NATO verður haldinn á morgun.

Fólk gerir sitt besta að lifa eðlilegu lífi

Hópurinn eyddi megninu af deginum í fundarhöld og í að skoða Kænugarð og segir Þórdís Kolbrún það vera ótrúlega gagnlegt að fá að sjá hver staðan er í Úkraínu með eigin augum.

„Borgin bæði ber þess merki að hér er stríð, en hún ber þess líka merki að fólkið hér gerir sitt allra besta að lifa sem eðlilegustu lífi,“ segir hún í samtali við mbl.is, en þegar hópurinn kom inn í borgina snemma í morgun var fólk á leið til vinnu og búðir verið var að opna búðir.  

Segir hún nýjustu verk Rússa, sem beinast að nauðsynlegum innviðum, vera til þess fallin að hræða almenning Úkraínu.

„Hér hefur borgin verið að glíma við rafmagnsleysi, og ekki bara rafmagnleysi heldur hefur vatnið auk þess hætt að renna sem getur verið hættulegt upp á það að það getur frosið og leiðslur skemmst.“

Utanríkisráðherra segir borgina bæði bera þess merki að þar sé …
Utanríkisráðherra segir borgina bæði bera þess merki að þar sé stríð og að íbúarnir geri sitt allra besta til að lifa sem eðlilegustu lífi. AFP/Bulent Kilic

Skylda að styðja Úkraínu eftir fremsta megni

Stór hluti dagsins fór í að ræða þá stöðu sem upp er komin í Úkraínu að sögn Þórdísar. Þegar Rússar nái ekki tilætluðum árangri þá reyni þeir nýjar leiðir.

„Leiðir til þess að valda sem mestum skaða gagnvart saklausum borgurum hér í Úkraínu, sem eru auðvitað ófyrirgefanlegir glæpir. Það sem situr eftir er mikilvægi þess að við gerum ekki bara „okkar besta“, heldur gerum það sem er krafist. Að við stöndum með úkraínsku þjóðinni eins lengi og þörf er á og að við höldum áfram að leita allra leiða til styðja við hana.“

Lítur hún svo á að það sé jafnframt okkar skylda að leita allra leiða til að styðja við Úkraínu í að vinna stríðið og að geta varið saklausa borgara eftir fremsta megni.

Meðan á dvöl Þórdísar Kolbrúnar stóð yfir gerðu Rússar engar árásir á Kænugarð.

„Það sem þau segja er að þetta sé á um það bil viku fresti og í dag er vika síðan. Þá segja einhverjir að af því að við erum hér í Kænugarði þá séum við mögulega að veita þeim skjól í dag. En það þýðir auðvitað ekki að þeir hætti við, heldur býr almenningur sig undir að það styttist þá í næstu fjöldaárás.“

Fundaði með Selenskí

Þá hitti hún forsetann Volodomír Selenskí í fyrsta skipti í þessari fyrstu ferð sinni til Kænugarðs.

„Ég hitti hann í dag. Við áttum með honum langan og góðan fund. Utanríkisráðherra Úkraínu, hann Dmítró Kúleba, sat fundinn sömuleiðis en hann höfum við hitt margoft. En Selenskí var ég vissulega að hitta í fyrsta sinn.“

Utanríkisráðherrar frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum og ráðherrar ríkisstjórnar Úkraínu sátu …
Utanríkisráðherrar frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum og ráðherrar ríkisstjórnar Úkraínu sátu fundinn. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Fundurinn átti sér stað um miðjan dag og var að sögn Þórdísar afar góður. Selenskí setti fundinn og þar á eftir voru utanríkisráðherrarnir með stutt innlegg. Í framhaldinu átti hópurinn samtal við Selenskí sem Þórdís segir hafa verið gott, þó umræðuefnið hafi ýmist verið á „alvarlegum nótum eða hálfhryllilegum“.

Eins og áður kom fram mun Þórdís Kolbrún fara ásamt hópnum til Búkarest í kvöld, en utanríkisráðherrafundur NATO verður þar haldinn á morgun. Þaðan verður ferðast til Póllands þar sem fundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu verður haldinn.

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraníu, og Þórdís Kolbrún á fundi í …
Volodimír Selenskí, for­seti Úkraníu, og Þórdís Kolbrún á fundi í Kænugarði í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið
mbl.is