Mótmælendur handteknir í Sjanghæ

Kórónuveiran COVID-19 | 28. nóvember 2022

Mótmælendur handteknir í Sjanghæ

Kínverskar öryggissveitir handtóku mótmælendur í borginni Sjanghæ í morgun, en mikil mótmæli hafa staðið yfir víðs vegar um landið að undanförnu.

Mótmælendur handteknir í Sjanghæ

Kórónuveiran COVID-19 | 28. nóvember 2022

Skjáskot úr myndskeiði AFP sem sýnir þegar lögreglan handtekur einn …
Skjáskot úr myndskeiði AFP sem sýnir þegar lögreglan handtekur einn mómælanda í Sjanghæ. AFP/Matthew Walsh

Kínverskar öryggissveitir handtóku mótmælendur í borginni Sjanghæ í morgun, en mikil mótmæli hafa staðið yfir víðs vegar um landið að undanförnu.

Kínverskar öryggissveitir handtóku mótmælendur í borginni Sjanghæ í morgun, en mikil mótmæli hafa staðið yfir víðs vegar um landið að undanförnu.

AFP-fréttastofan varð vitni að því þegar lögregla handtók þrjá mótmælendur í Sjanghæ.

Ströngum takmörkunum stjórnvalda vegna kórónuveirunnar hefur verið mótmælt, auk þess sem krafist hefur verið aukins pólitísks frelsis. Sumir hafa krafist afsagnar Xi Jinping, forseta Kína, sem nýlega tryggði sér sitt þriðja kjörtímabil sem leiðtogi landsins.

Fjöldi fólks safnaðist saman í höfuðborginni Peking í gær og í Sjanghæ þar sem lögreglan lenti í átökum við mótmælendur.

mbl.is