Afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti sínu

Snyrtibuddan | 29. nóvember 2022

Afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti sínu

Leikkonan Kate Hudson lítur stórkostlega út og virðist eldast aftur á bak, en hún segir uppskriftina að unglegu útliti sínu vera einfalda. Hún deildi nýverið morgunrútínu sinni með lesendum Vogue þar sem hún segir lykilinn að unglegum ljóma sínum felast í fjórum heilsutengdum venjum - svefni, vatni, bætiefnum og hugleiðslu. 

Afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti sínu

Snyrtibuddan | 29. nóvember 2022

Leikkonan Kate Hudson hugsar vel um heilsuna.
Leikkonan Kate Hudson hugsar vel um heilsuna. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Kate Hudson lítur stórkostlega út og virðist eldast aftur á bak, en hún segir uppskriftina að unglegu útliti sínu vera einfalda. Hún deildi nýverið morgunrútínu sinni með lesendum Vogue þar sem hún segir lykilinn að unglegum ljóma sínum felast í fjórum heilsutengdum venjum - svefni, vatni, bætiefnum og hugleiðslu. 

Leikkonan Kate Hudson lítur stórkostlega út og virðist eldast aftur á bak, en hún segir uppskriftina að unglegu útliti sínu vera einfalda. Hún deildi nýverið morgunrútínu sinni með lesendum Vogue þar sem hún segir lykilinn að unglegum ljóma sínum felast í fjórum heilsutengdum venjum - svefni, vatni, bætiefnum og hugleiðslu. 

Leikkonan leggur mikið upp úr góðum nætursvefni, en hún reynir að ná að minnsta kosti átta til níu tíma svefni á nóttu. Þá segist hún passa upp á að vera alltaf með vatnsbrúsa meðferðis.

Hudson er 43 ára gömul og lítur stórglæsilega út.
Hudson er 43 ára gömul og lítur stórglæsilega út. Skjáskot/Instagram

Hugleiðir daglega

Hugleiðsla spilar stóran þátt í heilsu Hudson sem hugleiðir daglega. „Hugleiðsla er líklega það mikilvægasta sem ég geri til að hugsa um sjálfa mig,“ sagði leikkonan. Hún nýtir gjarnan tímann á morgnanna þegar hún er með augnmaska og hugleiðir í 10 mínútur. 

„Ég get þakkað mömmu minni fyrir ást hennar á hugleiðslu og fyrir að vera talsmaður hugleiðslu því hún hefur verið að hugleiða frá því á áttunda áratugnum,“ bætti hún við. 

Nýtur rútínunnar meira með árunum

Hudson byrjar daginn alltaf á að hreinsa húðina. Því næst notar hún olíu á húðina, en viðurkennir að henni þyki gaman að prófa nýjar vörur og því sé hún alltaf að skipta út vörum í rútínunni. 

Leikkonan leggur mikla áherslu á að næra húðina sína vel, en hún notar bæði augnmaska og maska yfir allt andlitið. Hún notar andlitsrúllu úr kristöllum sem er talin auka blóðflæði og draga úr þrota. 

„Ég hef alltaf haft einhverja rútínu en nýt þess meira núna þegar ég er eldri,“ sagði Hudson, en hún viðurkennir þó að hún hafi mjög afslappað viðhorf gagnvart rútínunni og sleppi jafnvel stundum að taka af sér farðann á kvöldin.

mbl.is