Sáust varla svo vikum skipti

Kóngafólk í fjölmiðlum | 29. nóvember 2022

Sáust varla svo vikum skipti

Elísabet II. Bretadrottning og eiginmaður hennar Filippus hertogi af Edinborg sáust ekki svo vikum skiptir stundum. Það var einna helst eftir að Filippus ákvað að setjast í helgan stein árið 2017 og hætta að vinna sem hjónin sáu minna hvort af öðru. 

Sáust varla svo vikum skipti

Kóngafólk í fjölmiðlum | 29. nóvember 2022

Elísabet drottning og Filippus hertogi sáust stundum ekki svo vikum …
Elísabet drottning og Filippus hertogi sáust stundum ekki svo vikum skipti. AFP

Elísabet II. Bretadrottning og eiginmaður hennar Filippus hertogi af Edinborg sáust ekki svo vikum skiptir stundum. Það var einna helst eftir að Filippus ákvað að setjast í helgan stein árið 2017 og hætta að vinna sem hjónin sáu minna hvort af öðru. 

Elísabet II. Bretadrottning og eiginmaður hennar Filippus hertogi af Edinborg sáust ekki svo vikum skiptir stundum. Það var einna helst eftir að Filippus ákvað að setjast í helgan stein árið 2017 og hætta að vinna sem hjónin sáu minna hvort af öðru. 

Þetta kemur fram í bókinni Elizabeth: An Intimate Portrait eftir Gyles Brandreth. 

Í útdrætti úr bókinni, sem Daily Mail birti um helgina, segir að hjónin hafi þó alltaf verið í miklu sambandi og talað saman símleiðis, þó þau sæust ekki í persónu. 

Brandreth segir að drottningin hafi verið meðvituð um að fólki fyndist þetta kannski sérstakt, en hún vissi sömuleiðis að eiginmaður hennar vildi ekki láta hafa mikið fyrir sér, og vildi skipuleggja dagana sína sjálfur. 

Elísabet og Filippus árið 2018.
Elísabet og Filippus árið 2018. AFP

Horfði á sjónvarp til að létta lundina

Filippus lést fimm árum eftir að hann lét af störfum, í apríl á síðasta ári. Brandreth segir að drottningin hafi verið staðráðin í að vera hjá Filippusi þegar hann færi, en þau urðu enn nánari í heimsfaraldrinum sem þau eyddu að mestu saman í Windsor og Skotlandi.

Elísabet og Filippus voru gift í 73 ár. Brandreth segir drottninguna hafa upplifað gríðarlega djúpa sorg, en að hún hafi talið það vera skyldu sína sem kristin manneskja að halda áfram eins og hún gæti, þrátt fyrir að heilsu hennar hrakaði. 

Hann segir að hún hafi horft á sjónvarpið til að létta lundina, og þá sérstaklega á þættina Line of Duty. „Eiginmaður minn hefði sannarlega ekki samþykkt það,“ hefur Brandreth eftir drottningunni.

mbl.is