Bill Clinton með kórónuveiruna

Kórónuveiran Covid-19 | 30. nóvember 2022

Bill Clinton með kórónuveiruna

Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Einkenni hans eru sögð mild og er hann ekki mikið veikur. Hvatti hann aðra til þess að láta bólusetja sig.

Bill Clinton með kórónuveiruna

Kórónuveiran Covid-19 | 30. nóvember 2022

Bill Clinton er fjórði þeirra eftirlifandi forseta Bandaríkjanna sem hefur …
Bill Clinton er fjórði þeirra eftirlifandi forseta Bandaríkjanna sem hefur fengið kórónuveiruna og greint frá því opinberlega. AFP

Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Einkenni hans eru sögð mild og er hann ekki mikið veikur. Hvatti hann aðra til þess að láta bólusetja sig.

Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Einkenni hans eru sögð mild og er hann ekki mikið veikur. Hvatti hann aðra til þess að láta bólusetja sig.

Ég hef það fínt, á heildina litið. Reyni að halda mér uppteknum heima,“ segir forsetinn fyrrverandi á Twitter.

„Ég er þakklátur að vera bólusettur og með örvunarskammt, sem hefur haldið einkennunum niðri og hvet aðra til að gera slíkt hið sama, sérstaklega nú þegar við stígum inn í vetrarmánuðina,“ segir í tístinu.

Þetta er í annað skipti á rúmu ári sem heilsufar forsetans ratar í fjölmiðla en í október í fyrra varði Clinton í fimm nóttum á sjúkrahúsi vegna blóðeitrunar.

Tveir forsetar eftir

Bill Clinton er fjórði þeirra eftirlifandi forseta Bandaríkjanna sem hefur fengið kórónuveiruna og greint frá því opinberlega.

Fyrstur var Donald Trump þegar hann gegndi enn embætti 45. forseta Bandaríkjanna. Í mars greindi Barack Obama, 44. forseti landsins, frá því að hann hefði greinst með veiruna. Í sumar fékk Joe Biden Bandaríkjaforseti veiruna og nú Bill Clinton sem gegndi embættinu frá árinu 1993 til 2001. 

Hinir tveir eftirlifandi forsetar, Jimmy Carter og George W. Bush, hafa ekki enn greinst með veiruna, eða að minnsta kosti ekki tjáð sig um það opinberlega.

Báðir eru þeir þó bólusettir gegn veirunni en Carter er 98 ára og Bush 76 ára.

mbl.is