Hátt í 200 nauðganir tilkynntar fyrstu 9 mánuðina

Kynferðisbrot | 30. nóvember 2022

Hátt í 200 nauðganir tilkynntar fyrstu 9 mánuðina

Lögreglunni bárust 195 tilkynningar um nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins en að meðaltali eru skráðar 22 tilkynningar á mánuði. Samsvarar þetta 26% fjölgun frá síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot sem nýlega var birt á vef lögreglunnar.

Hátt í 200 nauðganir tilkynntar fyrstu 9 mánuðina

Kynferðisbrot | 30. nóvember 2022

Lögreglunni bárust tilkynningar um 195 nauðganir á fyrstu níu mánuðum …
Lögreglunni bárust tilkynningar um 195 nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögreglunni bárust 195 tilkynningar um nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins en að meðaltali eru skráðar 22 tilkynningar á mánuði. Samsvarar þetta 26% fjölgun frá síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot sem nýlega var birt á vef lögreglunnar.

Lögreglunni bárust 195 tilkynningar um nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins en að meðaltali eru skráðar 22 tilkynningar á mánuði. Samsvarar þetta 26% fjölgun frá síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot sem nýlega var birt á vef lögreglunnar.

Skýrsla ríkislögreglustjóra

Af þeim 195 nauðgunum sem tilkynnt var um á fyrstu níu mánuði ársins áttu 146 brot sér stað innan þessa árs. Gera það um 16 nauðganir á mánuði sem samsvarar 16% aukningu frá sama tímabili í fyrra.

Skýrsla ríkislögreglustjóra

Brotum gegn kynferðislegri áreitni fjölga

Alls 490 tilkynningar voru skráðar af lögreglu um kynferðisbrot á tímabilinu, sem gera tæplega tvær tilkynningar til lögreglu að meðaltali á dag. Samsvarar það tæplega 2% fækkun tilkynninga á milli ára en um 20% tilkynntra brota áttu sér stað fyrir árið 2022.

Í skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram að skráðum blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gegn börnum fækki en brotum gegn kynferðislegri áreitni og gegn kynferðislegri friðhelgi fjölgi.

Fjöldi brota er svipaður og yfir sama tímabil í fyrra og árið 2019 en þeim hafði fækkað árið 2020 þegar að Covid-heimsfaraldurinn stóð sem hæst.

Skýrsla ríkislögreglustjóra
Skýrsla ríkislögreglustjóra

10% grunaðra yngri en 18 ára

Samkvæmt skýrslunni er meðalaldur sakborninga í kynferðisbrotamálum 35 ár og eru um 95% grunaðra karlmenn.

Meirihluti þeirra er á bilinu 18 til 45 ára en um 10% grunaðra er undir 18 ára.

Í tilkynningu lögreglu er bent á að í leiðarvísi um réttargæslukerfið fyrir þolendur kynferðisbrota megi finna greinagóðar upplýsingar fyrir þolendur kynferðisbrota. 

mbl.is