Fleiri áfangastaðir og meira sætaframboð

Ferðamenn á Íslandi | 1. desember 2022

Fleiri áfangastaðir og meira sætaframboð

Áfangastöðum flugferða frá Íslandi kemur til með að fjölga á næsta ári, en boðið verður upp á 83 áfangastaði. Þeir voru 80 árið 2019.

Fleiri áfangastaðir og meira sætaframboð

Ferðamenn á Íslandi | 1. desember 2022

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia.
Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áfangastöðum flugferða frá Íslandi kemur til með að fjölga á næsta ári, en boðið verður upp á 83 áfangastaði. Þeir voru 80 árið 2019.

Áfangastöðum flugferða frá Íslandi kemur til með að fjölga á næsta ári, en boðið verður upp á 83 áfangastaði. Þeir voru 80 árið 2019.

Fjöldi flugfélaga verður óbreyttur á milli ára en 24 flugfélög munu fljúga til landsins á næsta ári.

Sætaframboð frá Íslandi hefur aukist um 11% frá því sem var fyrir faraldur en til samanburðar hefur sætum fækkað hjá nágrannaþjóðum okkar.

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir endurheimt á sætaframboði vera í sérflokki á Íslandi þegar við berum okkur saman við nágrannaþjóðir okkar. Þær hafi fæstar náð fyrri styrk og hefur sætaframboði dregist saman um 14% í Kaupmannahöfn, 11% í Ósló og 33% í Helsinki svo dæmi séu tekin.

Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Guðmundar á morgunverðarfundi Isavia í dag, en yfirskrift fundarins var: „Ábyrg uppbygging í takt við fjöldann“.

Tengifarþegar veita aðgang að ferðamannamörkuðum sem kæmu annars ekki til …
Tengifarþegar veita aðgang að ferðamannamörkuðum sem kæmu annars ekki til Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tengifarþegar gríðarlega mikilvægir

Guðmundur leggur mikla áherslu á að mikilvægt sé að tryggja að umferð tengifarþega gangi vel fyrir sig á flugvellinum. Þeir styðji við tíðni ferða og fjölda áfangastaða auk þess að veita aðgang að ferðamannamörkuðum sem kæmu annars alls ekki til Íslands.

„Gríðarlega mikilvægt er að umferð tengifarþega gangi vel fyrir sig á flugvellinum þar sem þeir styðja við tíðni ferða auk þess sem flogið er til áfangastaða sem alls óljóst er að væri flogið til yfir höfuð, ef ekki væri fyrir þá,“ segir Guðmundur.

„Tengiflugið gefur okkur gríðarlega mikið sem þjóðfélagi og veitir okkur aðgang að ferðamannamörkuðum sem annars kæmu ekki til Íslands. Mikilvægi þess að við séum með tengifarþega er hægt að setja í samhengi við að áætlað er að u.þ.b. 10-20 sinnum fleiri farþegar komi frá ákveðnum áfangastað ef í boði er að fá beint flug.“

mbl.is