Spá næst fjölmennasta ferðamannaári í sögunni

Ferðamenn á Íslandi | 1. desember 2022

Spá næst fjölmennasta ferðamannaári í sögunni

Ný farþegaspá Isavia fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að 2,2 milljónir ferðamanna muni þá koma til landsins, en einungis metárið 2018 hefur verið stærra í fjölda ferðamanna talið. Gangi spáin eftir mun því 95% af fjölda metársins 2018 koma til landsins árið 2023. Þetta kom fram á kynningu Isavia í morgun.

Spá næst fjölmennasta ferðamannaári í sögunni

Ferðamenn á Íslandi | 1. desember 2022

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, kynnti …
Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, kynnti nýja farþegaspá í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný farþegaspá Isavia fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að 2,2 milljónir ferðamanna muni þá koma til landsins, en einungis metárið 2018 hefur verið stærra í fjölda ferðamanna talið. Gangi spáin eftir mun því 95% af fjölda metársins 2018 koma til landsins árið 2023. Þetta kom fram á kynningu Isavia í morgun.

Ný farþegaspá Isavia fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að 2,2 milljónir ferðamanna muni þá koma til landsins, en einungis metárið 2018 hefur verið stærra í fjölda ferðamanna talið. Gangi spáin eftir mun því 95% af fjölda metársins 2018 koma til landsins árið 2023. Þetta kom fram á kynningu Isavia í morgun.

Spáin gerir jafnframt ráð fyrir að 7,8 milljónir farþega muni fara um flugvöllinn á næsta ári, en það yrði þriðja stærsta árið í sögu flugvallarins.

Samanborið við árið 2019 eru allir mánuðir áætlaðir stærri ef fráskildir eru fyrstu þrír mánuðir ársins. Þá munu haust og vetrarmánuðir stækka sem vinnur á árstíðabundnum sveiflum í atvinnugreininni en sumarið verður þó alltaf vinsælasti tíminn til þess að heimsækja Ísland. 

mbl.is