„Ég fer með vélinni þó ég þurfi að skríða“

Dagmál | 2. desember 2022

„Ég fer með vélinni þó ég þurfi að skríða“

Gestur Dagmála í dag er flugstjórinn, ævintýramaðurinn og ferðaþjónustubóndinn Ásgeir Guðmundsson. Hann uppfræðir okkur um það sem Namibía hefur upp á að bjóða og ræðir hvernig það kom til að hann tók ástfóstri við landið.

„Ég fer með vélinni þó ég þurfi að skríða“

Dagmál | 2. desember 2022

Gestur Dagmála í dag er flugstjórinn, ævintýramaðurinn og ferðaþjónustubóndinn Ásgeir Guðmundsson. Hann uppfræðir okkur um það sem Namibía hefur upp á að bjóða og ræðir hvernig það kom til að hann tók ástfóstri við landið.

Gestur Dagmála í dag er flugstjórinn, ævintýramaðurinn og ferðaþjónustubóndinn Ásgeir Guðmundsson. Hann uppfræðir okkur um það sem Namibía hefur upp á að bjóða og ræðir hvernig það kom til að hann tók ástfóstri við landið.

Ásgeir lenti í mjög alvarlegu flugslysi árið 2009, þar sem góður vinur hans lést en sjálfur örkumlaðist hann fyrir lífstíð. Honum var haldið sofandi dögum saman eftir slysið en svo alvarlegir voru áverkar á fótum hans að tíu árum síðar þurfti að taka af honum hægri fótinn við hné. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni segir Ásgeir frá því þegar sú stund rann upp og var hann þá staddur í flugi til Addis Ababa í Eþíópíu. Hann var svo veikur að það átti ekki að hleypa honum um borð í framhaldsflugið til Frankfurt. „Ég fer með vélinni þó að ég þurfi að skríða,“ sagði Ásgeir og þar við sat. Daginn eftir var fóturinn tekinn af við hné.

Í þættinum ræðir hann meðal annars skattkerfið í Lúxemborg, þar sem hann býr og fer yfr ríkuleg framlög sín til íslenska reðursafnsins í gegnum árin.

Vörn Ásgeirs í lífinu er húmor og hann beitir honum óspart. „Það er samt ekki hægt að grínast í gegnum allt, en þá verður maður bara að horfa fram á veginn. Annað er ekki í boði og ef spurningar skila engu.“

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is