Jólin framundan og óvissa víða

Kjaraviðræður | 2. desember 2022

Jólin framundan og óvissa víða

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, býst við mikilvægum degi í kjaraviðræðum við Starfsgreinasambandið.

Jólin framundan og óvissa víða

Kjaraviðræður | 2. desember 2022

Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, og Halldór Benjamín Þorbergsson
Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, og Halldór Benjamín Þorbergsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, býst við mikilvægum degi í kjaraviðræðum við Starfsgreinasambandið.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, býst við mikilvægum degi í kjaraviðræðum við Starfsgreinasambandið.

Fundur hefst í Karphúsinu klukkan 13.

„Ég geri ráð fyrir að dagurinn í dag muni skipta verulegu máli,“ sagði Halldór Benjamín í Morgunútvarpinu á Rás 2.

„Fyrsti í aðventu er búinn. Jólin eru framundan. Það er óvissa víða, án þess að ég sé eitthvað að tromma það upp og ég alla vega les salinn þannig að það sé vilji mjög víða að við förum að ljúka þessari vinnu. Fólk fái einhverja vissu um það með hvaða hætti kaup og kjör muni þróast næsta árið eða svo,“ bætti Halldór Benjamín við.

Hann nefndi að hvorki markmið né tilgangur Samtaka atvinnulífsins sé að berja niður launin í landinu.

„Markmið okkar er að ná kjarasamningum við verkalýðsfélögin hringinn í kringum landið sem eru einhvern veginn sjálfbær til langs tíma. Byggja undir kaupmátt fólks til langs tíma.“

mbl.is