Máta mismunandi lausnir á fundum í dag

Kjaraviðræður | 2. desember 2022

Máta mismunandi lausnir á fundum í dag

Samningafundir Starfsgreinasambandsins (SGS) og fulltrúa samflots iðnaðar- og tæknifólks við Samtök atvinnulífsins (SA) hefjast klukkan eitt í dag hjá ríkissáttasemjara. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist treysta því að samningsaðilar mæti vel undirbúnir.

Máta mismunandi lausnir á fundum í dag

Kjaraviðræður | 2. desember 2022

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samningafundir Starfsgreinasambandsins (SGS) og fulltrúa samflots iðnaðar- og tæknifólks við Samtök atvinnulífsins (SA) hefjast klukkan eitt í dag hjá ríkissáttasemjara. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist treysta því að samningsaðilar mæti vel undirbúnir.

Samningafundir Starfsgreinasambandsins (SGS) og fulltrúa samflots iðnaðar- og tæknifólks við Samtök atvinnulífsins (SA) hefjast klukkan eitt í dag hjá ríkissáttasemjara. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist treysta því að samningsaðilar mæti vel undirbúnir.

„Ég ákvað að brjóta þetta aðeins upp í gær í samráði við samninganefndirnar. Ég vona að gærdagurinn hafi nýst mjög vel á ýmsum fundum víða. Ég var í góðu sambandi við alla samninganefndir og ég vona að við eigum góðan fund,“ segir hann í samtali við mbl.is. 

Aðalsteinn gerir ráð fyrir að fundirnir í dag verði til klukkan sex en þeir gætu þó dregist á langinn. „Við sjáum til hvernig það þróast.“

Vinnugleði

Ertu bjartsýnn á að samningar náist í dag? 

„Það er búið að eiga sér stað mjög ítarlegt samtal milli allra hópa og það er búið að fara í gegnum hagsmuni og stöðu ólíkra hópa – viðhorf, áherslur og framtíðarsýn. Þá hafa verið settar upp sviðsmyndir um mögulegar leiðir sem hægt er að fara og nú erum við komin á þann stað að vera að máta mismunandi lausnir,“ segir hann og bætir við að hann treysti því að allir komi mjög vel undirbúnir á fundina í dag. 

„Og svo sjáum við hvernig það gengur.“

Aðalsteinn segir að ítarleg og góð vinna hafi farið fram hjá öllum samninganefndunum.

„Það hafa allir verið vel undirbúnir, mikið jafnræði og gott starf á milli nefnda. Við höldum áfram þessari vinnu og sjáum hvert það leiðir okkur,“ segir hann og nefnir að lokum að hann finni fyrir svokallaðri „arbejdslyst“ eða vinnugleði. 

mbl.is