Áhætta tengd fjármálastöðugleika vaxið

Vextir á Íslandi | 7. desember 2022

Áhætta tengd fjármálastöðugleika vaxið

Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan erlendis kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Verðbólga er í helstu viðskiptalöndum Íslands og seðlabankar þar halda áfram að auka aðhald peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika. 

Áhætta tengd fjármálastöðugleika vaxið

Vextir á Íslandi | 7. desember 2022

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan erlendis kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Verðbólga er í helstu viðskiptalöndum Íslands og seðlabankar þar halda áfram að auka aðhald peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika. 

Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan erlendis kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Verðbólga er í helstu viðskiptalöndum Íslands og seðlabankar þar halda áfram að auka aðhald peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands sem birtist í morgun. 

Beiting lánþegaskilyrða stuðlað að hærra hlutfalli eiginfjár

Í yfirlýsingunni segir enn fremur að aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hafi versnað fyrir innlend fjármálafyrirtæki og að vaxandi innlend eftirspurn hafi leitt til aukins viðskiptahalla. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hefur því vaxið.

Viðnámsþróttur kerfislega mikilvægu bankanna er mikill. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er sterk. Bankarnir hafa getu til að bregðast við ytri áföllum og að styðja við heimili og fyrirtæki.

Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði á síðustu mánuðum samhliða því sem framboð á eignum til sölu hefur aukist og sölutími fasteigna lengst. Beiting lánþegaskilyrða hefur dregið úr nýjum áhættusömum lánveitingum og stuðlað að hærra hlutfalli eiginfjár,“ segir í yfirlýsingunni.

Staðfesta mikilvægi viðskiptabankanna

Nefndin hefur nú lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum og eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis en í samræmi við aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar staðfesti nefndin kerfislegt mikilvægi viðskiptabankanna þriggja: Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans.

Nefndin ákvað að halda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis óbreyttum í 2% á allar áhættuskuldbindingar. Í ársfjórðungslegu endurmati ákvað fjármálastöðugleikanefnd að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2%.

„Nefndin ræddi mikilvægi þess að auka hagkvæmni og öryggi í innlendri rafrænni greiðslumiðlun til að tryggja rekstrarsamfellu. Skref hafa verið tekin í átt að óháðri innlendri smágreiðslulausn sem er mikilvægt með vísan til hagræðis og áhættu, m.a. vegna sífellt vaxandi netógnar.

Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“

mbl.is