Hefur þungar áhyggjur af útgjöldum ríkisins

Fjárlög 2023 | 7. desember 2022

Hefur þungar áhyggjur af útgjöldum ríkisins

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist hafa þungar áhyggjur af auknum útgjöldum ríkisins. Tilkynnt var í síðustu viku um stóraukin útgjöld ríkisins, áætluð á næsta ári, meðal annars til heilbrigðismála og löggæslu.

Hefur þungar áhyggjur af útgjöldum ríkisins

Fjárlög 2023 | 7. desember 2022

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist hafa þungar áhyggjur af auknum útgjöldum ríkisins. Tilkynnt var í síðustu viku um stóraukin útgjöld ríkisins, áætluð á næsta ári, meðal annars til heilbrigðismála og löggæslu.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist hafa þungar áhyggjur af auknum útgjöldum ríkisins. Tilkynnt var í síðustu viku um stóraukin útgjöld ríkisins, áætluð á næsta ári, meðal annars til heilbrigðismála og löggæslu.

„Við erum ekki hrifin af því, þetta gerir okkar verk erfiðara. Aukin ríkisútgjöld á þessum tíma hafa ekki jákvæð áhrif á verðbólgu,“ segir Ásgeir í samtali við mbl.is.

„Þetta mun mögulega hægja á því að við náum verðbólgu niður. Á sama tíma er margt að gerast.“

Ásgeir segir að Seðlabankinn komi ekki endilega til með að hækka stýrivexti vegna aukinna ríkisútgjalda. 

„Peningastefnunefnd kemur saman í febrúar og þá tökum við stöðuna, hvort verðbólga sé á leiðinni niður. Við töldum núna að 6% vextir væru nægilegt aðhald til þess að ná verðbólgunni niður á ásættanlegum tíma. Það er alltaf ákveðin spurning hversu hratt við eigum að ná verðbólgunni niður. Það er dýrt að ná henni hratt niður.“

Hefur hvatt til aðhalds

Hefur ekkert verið rætt við þig eða aðra í Seðlabankanum um möguleg áhrif hærri ríkisútgjalda?

„Nei. Ég veit ekki hvað við getum gert í því, ég hef lagt fram hvatningu bæði við þing og stjórn um að ná fram aðhaldi,“ segir Ásgeir.

Hann segir að þótt þetta hafi ekki verið borið undir Seðlabankann sérstaklega hafi það verið gert með fjárlögin í upphafi.

„Við skilum umsögn um fjárlögin og vorum í sjálfu sér ekkert ósátt með þau að öllu leyti, en það er aðeins búið að bæta í. Auðvitað hefur Seðlabankinn þungar áhyggjur af því að það eigi að fara að eyða töluvert miklum peningum. Ríkisútgjöld hafa veruleg áhrif sem getur verið gott þegar það er samdráttur en ekki þegar það er uppsveifla,“ greinir hann frá. 

mbl.is